Enski boltinn

Klámkóngur betri en íslenskir bankamenn

Arnar Björnsson skrifar
David Gold.
David Gold.

Stuðningsmenn West Ham eru ekki allir ánægðir með nýju eigendurna hjá West Ham United.  David Sullivan og David Gold sem eignuðust 50 prósenta hlut í félaginu í gærkvöldi þykja harðir í horn að taka.

Þeir keyptu Birmingham City á 1 pund fyrir 16 árum og fengu 82 milljónir punda þegar þeir seldu félagið í nóvember á síðasta ári. 

Á spjallvef Evening Standard skrifar Robert í Birmingham að „aparnir Sullivan og Gold“ hafi ekki sett eitt einasta penní í félagið undanfarin 7-8 ár þegar Birmingham var í bullandi fallhættu en hirt ágóðann þegar þeir seldu félagið. 

Annar stuðningsmaður, Paul í London, segir að það sé fyndið að það þyki meiri reisn yfir því að félagið sé í eigu klámkongs frekar en hóps íslenskra bankamanna. 

David Gold, annar eigandanna, græddi nefnilega á tá og fingri á sölu á ýmsum varningi sem venjulega er ekki til sölu á virðulegum stöðum, hvað þá í sjoppunni hjá West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×