Fréttaskýring: Leiðtogaráðið tekur umsókn Íslands fyrir 17. júní 2010 05:15 Stefán Haukur Jóhannesson og Össur Skarphéðinsson Formaður samninganefndar Íslands ásamt utanríkisráðherra.Fréttablaðið/GVA Hvað tekur nú við í aðildarumsókn Ísland að ESB? Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkir að öllum líkindum aðildarviðræður við Ísland á fundi sínum í dag. Þá fer af stað ferli, sem getur staðið hátt í tvö ár eða jafnvel lengur. „Næsta skref er að kalla saman það sem Evrópusambandið kallar milliríkjaráðstefnu,“ segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel, sem jafnframt er formaður íslensku samninganefndarinnar. Stefán segir ekki vitað hvenær þessi fundur verður haldinn, en almennt er reiknað með að það verði í haust. Á þeirri ráðstefnu koma saman ráðherrar allra aðildarríkjanna 27 ásamt Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og ýta viðræðunum formlega úr vör. Eiginlegar aðildarviðræður hefjast þó varla fyrr en næsta vor, því eftir ríkjaráðstefnuna hefst vinna við nákvæman samanburð á löggjöf Íslands og löggjöf Evrópusambandsins, þar sem sérfræðingar af beggja hálfu skilgreina nákvæmlega hvað ber á milli og hvar þarf að brúa bilin. Fyrst að þeim samanburði loknum verður hægt að hefja hinar efnislegu viðræður, sem geta tekið ár eða meira, allt eftir því hve mikið ber á milli í hverjum kafla viðræðnanna. Samningsmarkmið Íslands voru skilgreind í meginatriðum í nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar frá 9. júlí 2009. Íslenska samninganefndin hefur haft þetta nefndarálit að leiðarljósi í störfum sínum hingað til. „Heimavinnan okkar hefur gengið bara vel og allt á réttri leið hvað það varðar,“ segir Stefán Haukur. „Samningahóparnir eru búnir að hittast nokkrum sinnum, misoft eftir sviðum. Þeir hafa verið að fara yfir löggjöf Evrópusambandsins og greina þetta hvað okkur varðar.“ Af hálfu Evrópusambandsins verður, eins og jafnan í aðildarviðræðum, áhersla lögð á að Ísland taki upp löggjöf sambandsins óbreytta. Íslendingar reyna aftur á móti að fá samþykki fyrir undanþágum eða sérlausnum út frá hagsmunum Íslands. Mikil áhersla verður lögð á að upplýsa Íslendinga jafnóðum um gang viðræðnanna. Nú þegar hefur verið opnuð upplýsingasíða á vef utanríkisráðuneytisins, evropa.utanrikisraduneyti.is, þar sem er að finna hafsjó af upplýsingum um aðildarviðræðurnar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Hvað tekur nú við í aðildarumsókn Ísland að ESB? Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkir að öllum líkindum aðildarviðræður við Ísland á fundi sínum í dag. Þá fer af stað ferli, sem getur staðið hátt í tvö ár eða jafnvel lengur. „Næsta skref er að kalla saman það sem Evrópusambandið kallar milliríkjaráðstefnu,“ segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel, sem jafnframt er formaður íslensku samninganefndarinnar. Stefán segir ekki vitað hvenær þessi fundur verður haldinn, en almennt er reiknað með að það verði í haust. Á þeirri ráðstefnu koma saman ráðherrar allra aðildarríkjanna 27 ásamt Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og ýta viðræðunum formlega úr vör. Eiginlegar aðildarviðræður hefjast þó varla fyrr en næsta vor, því eftir ríkjaráðstefnuna hefst vinna við nákvæman samanburð á löggjöf Íslands og löggjöf Evrópusambandsins, þar sem sérfræðingar af beggja hálfu skilgreina nákvæmlega hvað ber á milli og hvar þarf að brúa bilin. Fyrst að þeim samanburði loknum verður hægt að hefja hinar efnislegu viðræður, sem geta tekið ár eða meira, allt eftir því hve mikið ber á milli í hverjum kafla viðræðnanna. Samningsmarkmið Íslands voru skilgreind í meginatriðum í nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar frá 9. júlí 2009. Íslenska samninganefndin hefur haft þetta nefndarálit að leiðarljósi í störfum sínum hingað til. „Heimavinnan okkar hefur gengið bara vel og allt á réttri leið hvað það varðar,“ segir Stefán Haukur. „Samningahóparnir eru búnir að hittast nokkrum sinnum, misoft eftir sviðum. Þeir hafa verið að fara yfir löggjöf Evrópusambandsins og greina þetta hvað okkur varðar.“ Af hálfu Evrópusambandsins verður, eins og jafnan í aðildarviðræðum, áhersla lögð á að Ísland taki upp löggjöf sambandsins óbreytta. Íslendingar reyna aftur á móti að fá samþykki fyrir undanþágum eða sérlausnum út frá hagsmunum Íslands. Mikil áhersla verður lögð á að upplýsa Íslendinga jafnóðum um gang viðræðnanna. Nú þegar hefur verið opnuð upplýsingasíða á vef utanríkisráðuneytisins, evropa.utanrikisraduneyti.is, þar sem er að finna hafsjó af upplýsingum um aðildarviðræðurnar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira