Erlent

Foxy Knoxy áfrýjar morðdómi

Amanda Knox, eða Foxy Knoxy.
Amanda Knox, eða Foxy Knoxy.
Amanda Knox, eða Foxy Knoxy eins og hún hefur verið kölluð í breskum fjölmiðlum, hefur áfrýjað 25 ára fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir að myrða bresku námskonuna Meredith Kercher á Ítalíu árið 2007.

Knox var dæmd í 25 ára fangelsi en elskhugi hennar, Raffaele Sollecito, sem er frá Ítalíu, var dæmdur í 26 ára fangelsi fyrir morðið.

Þau voru sökuð um að hafa skipulagt morðið en um sjúkan kynlífsleik var að ræða.

Amanda ávarpaði dómstól á Ítalíu þar sem hún afplánar dóminn fyrir ódæðisverkið. Hún þurfti oft að gera hlé á málinu sínu vegna tilfinningalegs uppnáms.

Fyrir dómi hélt hún því meðal annars fram að lífsýni af vettvangi hefðu eyðilagst við rannsókn og röng niðurstaða hafi komið út úr rannsókninni.

Morðið var hrottalegt. Lík Kercher fannst í íbúð hennar en hún fannst nakin og það var búið að skera hana á háls. Líkami hennar var hálfhulin með hvítu laki.

Málið vakti heimsathygli en Amanda Knox hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu.

Elskhugi hennar, Sollecito, hefur einnig áfrýjað dómnum sínum.

Ef ítalskir dómstólar fallast ekki á að tilefni sé til þess að taka málið aftur upp, þá getu Knox átt von á þyngri fangelsisdómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×