Enski boltinn

Wenger ætlar að kaupa einn varnarmann til viðbótar í sumar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mertesacker er orðaður við Arsenal.
Mertesacker er orðaður við Arsenal. AFP
Arsene Wenger vill kaupa einn varnarmann til viðbótar, í það minnsta, áður en tímabilið á Englandi byrjar. Per Mertesacker er einna helst orðaður við félagið.

Philippe Senderos fór til Fulham og William Gallas, Mikael Silvestre ásamt Sol Campbell fóru frítt í sumar.

Wenger keypti frakkann Lauren Koscielny fyrir 10 milljónir punda en þarf að bæta við.

"Ég segi ekki nein nöfn að svo stöddu. Það eru margir leikmenn sem við erum að skoða," segir Wenger og staðfesti að hann vildi bæta við sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×