KR-ingar eru mættir til leiks Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2010 08:15 Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton KR er komið með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sannfærandi frammistöðu gegn Glentoran. KR spilaði lengstum glimrandi fótbolta þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. Það rigndi eldi og brennisteini allan leikinn og völlurinn var á floti. Leikur KR í gær var sá langbesti á þessu sumri og undirritaður spurði því Loga Ólafsson, þjálfara KR, að því hvar þessi fótbolti hefði verið í allt sumar. „Hann hefur verið inni í skápnum. Svo koma menn út úr skápnum,“ sagði Logi og glotti við tönn. „Þetta var virkilega vel útfærður leikur af okkar hálfu. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og lokuðum á svæðin. Okkar vandamál í sumar er að við höfum fengið of mörg mörk á okkur og því vildum við vernda markið. Þessi leikur var lagður svipað upp og í Evrópukeppninni í fyrra en það gaf afar góða raun. Svo er líka málið að þegar menn eru staðráðnir í að vinna saman þá erum við skrambi góðir.“ KR tók fljótt öll völd á vellinum í gær og fyrsta markið kom eftir aðeins tólf mínútur. Þá virtist vera brotið á Björgólfi er hann var kominn í gegn en dómarinn dæmdi ekkert þar sem Guðmundur Reynir fékk boltann og skoraði af stuttu færi. Óskabyrjun. Tuttugu mínútum síðar skoraði Kjartan Henry annað mark KR. Hann tók þá frákast eftir skot Björgólfs og skoraði af stuttu færi. KR fékk talsverðan fjölda af fínum færum í gær og oftar en ekki eftir laglegt samspil. Liðið nýtti þó aðeins eitt tækifæri í viðbót. Þá skallaði Björgólfur sendingu Kjartans smekklega í markið. 3-0 fyrir KR og sú forysta á að duga gegn Glentoran sem er ekkert sérstaklega sterkt lið. „Það er 3-0 í hálfleik og það hefur oft þótt fín forysta. Vissulega er þetta gott veganesti fyrir seinni leikinn en menn geta ekki kastað hendinni til verksins. Menn verða að hafa fyrir hlutunum. Við munum aldrei fara inn í seinni leikinn með ofmat á okkur sjálfum og vanmat á þeim. Þetta er alls ekki slæmt lið og aðstæður voru þeim kannski ekki í hag í dag,“ sagði Logi. Hann getur leyft sér að brosa eftir þennan leik enda virðist KR vera vaknað rétt eins það gerði á síðustu leiktíð er það byrjaði að spila í Evrópukeppninni. KR er loksins mætt til leiks og með álíka spilamennsku í Pepsi-deildinni þá liggur leiðin aðeins upp á við hjá KR-ingum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stórsigur KR á Glentoran - Myndir KR-ingar fara með þrjú mörk í nesti til Norður-Írlands í næstu viku. Þeir unnu lið Glentoran 3-0 í Vesturbænum í gærkvöldi í forkeppni Evrópudeildarinnar. 2. júlí 2010 08:30 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
KR er komið með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sannfærandi frammistöðu gegn Glentoran. KR spilaði lengstum glimrandi fótbolta þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. Það rigndi eldi og brennisteini allan leikinn og völlurinn var á floti. Leikur KR í gær var sá langbesti á þessu sumri og undirritaður spurði því Loga Ólafsson, þjálfara KR, að því hvar þessi fótbolti hefði verið í allt sumar. „Hann hefur verið inni í skápnum. Svo koma menn út úr skápnum,“ sagði Logi og glotti við tönn. „Þetta var virkilega vel útfærður leikur af okkar hálfu. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og lokuðum á svæðin. Okkar vandamál í sumar er að við höfum fengið of mörg mörk á okkur og því vildum við vernda markið. Þessi leikur var lagður svipað upp og í Evrópukeppninni í fyrra en það gaf afar góða raun. Svo er líka málið að þegar menn eru staðráðnir í að vinna saman þá erum við skrambi góðir.“ KR tók fljótt öll völd á vellinum í gær og fyrsta markið kom eftir aðeins tólf mínútur. Þá virtist vera brotið á Björgólfi er hann var kominn í gegn en dómarinn dæmdi ekkert þar sem Guðmundur Reynir fékk boltann og skoraði af stuttu færi. Óskabyrjun. Tuttugu mínútum síðar skoraði Kjartan Henry annað mark KR. Hann tók þá frákast eftir skot Björgólfs og skoraði af stuttu færi. KR fékk talsverðan fjölda af fínum færum í gær og oftar en ekki eftir laglegt samspil. Liðið nýtti þó aðeins eitt tækifæri í viðbót. Þá skallaði Björgólfur sendingu Kjartans smekklega í markið. 3-0 fyrir KR og sú forysta á að duga gegn Glentoran sem er ekkert sérstaklega sterkt lið. „Það er 3-0 í hálfleik og það hefur oft þótt fín forysta. Vissulega er þetta gott veganesti fyrir seinni leikinn en menn geta ekki kastað hendinni til verksins. Menn verða að hafa fyrir hlutunum. Við munum aldrei fara inn í seinni leikinn með ofmat á okkur sjálfum og vanmat á þeim. Þetta er alls ekki slæmt lið og aðstæður voru þeim kannski ekki í hag í dag,“ sagði Logi. Hann getur leyft sér að brosa eftir þennan leik enda virðist KR vera vaknað rétt eins það gerði á síðustu leiktíð er það byrjaði að spila í Evrópukeppninni. KR er loksins mætt til leiks og með álíka spilamennsku í Pepsi-deildinni þá liggur leiðin aðeins upp á við hjá KR-ingum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stórsigur KR á Glentoran - Myndir KR-ingar fara með þrjú mörk í nesti til Norður-Írlands í næstu viku. Þeir unnu lið Glentoran 3-0 í Vesturbænum í gærkvöldi í forkeppni Evrópudeildarinnar. 2. júlí 2010 08:30 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Stórsigur KR á Glentoran - Myndir KR-ingar fara með þrjú mörk í nesti til Norður-Írlands í næstu viku. Þeir unnu lið Glentoran 3-0 í Vesturbænum í gærkvöldi í forkeppni Evrópudeildarinnar. 2. júlí 2010 08:30