Um hundrað manns reknir til Rúmeníu 20. ágúst 2010 01:00 Brottflutningur Nærri hundrað manns voru sendir með tveimur flugvélum til Rúmeníu frá Frakklandi í gær.nordicphotos/AFP Frönsk stjórnvöld sendu í gær nærri hundrað manns til Rúmeníu. Allt voru þetta sígaunar, eða rómar eins og þeir kalla sig sjálfir, sem að mati franskra stjórnvalda dvöldu ólöglega í Frakklandi. Frakkar segjast ætla að senda fleiri þeirra úr landi næstu vikurnar, flesta til Rúmeníu en suma til Búlgaríu. Þótt lög Evrópusambandsins heimili frjálsa för fólks milli landa geta stjórnvöld rekið fólk aftur til síns heimalands ef það getur ekki sýnt fram á að hafa næg peningaráð til eigin framfærslu í dvalarlandinu. Alexandre Le Cleve, talsmaður samtaka rómafólksins í Evrópu, segir brottvísanirnar frá Frakklandi gersamlega tilgangslausar. „Þeir sem fóru í morgun geta tekið flugvél strax í kvöld og komið aftur til Frakklands. Það er ekkert sem hindrar það,“ sagði hann. „Auðvitað kemur þetta fólk aftur,“ bætti hann við. „Sumir rómar hafa verið sendir til baka sjö eða átta sinnum, og hafa í hvert sinn fengið hinar frægu 300 evrur.“ Þar vísar hann til þess að Frakkar láta hvern fullorðinn einstakling, sem fer úr landi af fúsum og frjálsum vilja, fá 300 evrur til að koma undir sig fótunum í heimalandinu. Börn fá hundrað evrur. „Ég fer aftur eftir tvær vikur,“ sagði einn hinna brottfluttu, Adrian Paraipan, 37 ára karlmaður sem var sendur með fluginu til Rúmeníu í gær ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Le Cleve bendir á að brottvísanir sígaunanna hækki tölur um árlegar brottvísanir útlendinga frá Frakklandi. Stjórnvöld birta þær tölur árlega og stæra sig af árangrinum, sem á að sýna staðfestu þeirra í baráttunni gegn glæpastarfsemi útlendinga í landinu. Erlendir sígaunar sjást oft betla á götum í Frakklandi, eins og víðar í Evrópu. Oft eru lítil börn með þeim og margir Frakkar líta þetta hornauga. Sarkozy forseti hefur lagt áherslu á tengsl rómafólksins við glæpi. Í ræðu sinni 28. júlí sagði hann búðir sígauna gróðrarstíu vændis, mansals og kynferðisglæpa gegn börnum. Hann lofaði því við uppræta ólöglegar búðir sígauna, þær yrðu „kerfisbundið rýmdar“. Síðan hafa stjórnvöld rýmt um fimmtíu búðir og eru enn að. Traian Basescu, forseti Rúmeníu, sagðist hafa fullan skilning á þeim vanda, sem búðir rómafólks í sveitum Frakklands skapi og hét því að vinna með Frökkum að því að finna lausn á þessum vanda. Hins vegar stóð hann fastur á því að allir íbúar aðildarríkja Evrópusambandsins hafi fullan rétt til að ferðast frjálsir innan Evrópusambandsins. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Frönsk stjórnvöld sendu í gær nærri hundrað manns til Rúmeníu. Allt voru þetta sígaunar, eða rómar eins og þeir kalla sig sjálfir, sem að mati franskra stjórnvalda dvöldu ólöglega í Frakklandi. Frakkar segjast ætla að senda fleiri þeirra úr landi næstu vikurnar, flesta til Rúmeníu en suma til Búlgaríu. Þótt lög Evrópusambandsins heimili frjálsa för fólks milli landa geta stjórnvöld rekið fólk aftur til síns heimalands ef það getur ekki sýnt fram á að hafa næg peningaráð til eigin framfærslu í dvalarlandinu. Alexandre Le Cleve, talsmaður samtaka rómafólksins í Evrópu, segir brottvísanirnar frá Frakklandi gersamlega tilgangslausar. „Þeir sem fóru í morgun geta tekið flugvél strax í kvöld og komið aftur til Frakklands. Það er ekkert sem hindrar það,“ sagði hann. „Auðvitað kemur þetta fólk aftur,“ bætti hann við. „Sumir rómar hafa verið sendir til baka sjö eða átta sinnum, og hafa í hvert sinn fengið hinar frægu 300 evrur.“ Þar vísar hann til þess að Frakkar láta hvern fullorðinn einstakling, sem fer úr landi af fúsum og frjálsum vilja, fá 300 evrur til að koma undir sig fótunum í heimalandinu. Börn fá hundrað evrur. „Ég fer aftur eftir tvær vikur,“ sagði einn hinna brottfluttu, Adrian Paraipan, 37 ára karlmaður sem var sendur með fluginu til Rúmeníu í gær ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Le Cleve bendir á að brottvísanir sígaunanna hækki tölur um árlegar brottvísanir útlendinga frá Frakklandi. Stjórnvöld birta þær tölur árlega og stæra sig af árangrinum, sem á að sýna staðfestu þeirra í baráttunni gegn glæpastarfsemi útlendinga í landinu. Erlendir sígaunar sjást oft betla á götum í Frakklandi, eins og víðar í Evrópu. Oft eru lítil börn með þeim og margir Frakkar líta þetta hornauga. Sarkozy forseti hefur lagt áherslu á tengsl rómafólksins við glæpi. Í ræðu sinni 28. júlí sagði hann búðir sígauna gróðrarstíu vændis, mansals og kynferðisglæpa gegn börnum. Hann lofaði því við uppræta ólöglegar búðir sígauna, þær yrðu „kerfisbundið rýmdar“. Síðan hafa stjórnvöld rýmt um fimmtíu búðir og eru enn að. Traian Basescu, forseti Rúmeníu, sagðist hafa fullan skilning á þeim vanda, sem búðir rómafólks í sveitum Frakklands skapi og hét því að vinna með Frökkum að því að finna lausn á þessum vanda. Hins vegar stóð hann fastur á því að allir íbúar aðildarríkja Evrópusambandsins hafi fullan rétt til að ferðast frjálsir innan Evrópusambandsins. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira