Elísabet Fritzl hefur nýtt líf Óli Tynes skrifar 22. nóvember 2010 14:47 Þessi mynd er af Elísabetu 18 ára skömmu áður en faðirinn lokaði hana inni. Engin mynd hefur verið birt af henni eftir 24 ára fangavist. Elísabet Fritzl sem faðirinn hélt fanginni í kjallarakompu í 24 ár er samámsaman að venjast því að lifa eðlilegu lífi. Hún er fjárhagslega sjálstæð eftir að hafa fengið bætur bæði frá stjórnvöldum og fjölmiðlum og hefur keypt sér hús í sveitaþorpi skammt frá heimabænum Amstetten. Býr með lífverði sínum Þar búa með henni börnin sex sem hún eignaðist með föður sínum. Elísabet sem er 44 ára gömul varð ástfangin af einum lífvarða sinna sem er 23 árum yngri en hún. Hann býr einnig með henni í húsinu. Elísabet og börn hennar fengu öll ný nöfn áður en þau yfirgáfu sjúkrahúsið þar sem þau dvöldu fyrstu mánuðina eftir að þau losnuðu úr prísundinni. Fjölmiðlum hefur verið bannað að birta nýju nöfnin og heimilisfang fjölskyldunnar. Eftirlitsmyndavélar vakta húsið úr öllum áttum og ef þar sjást einhverjir grunsamlegir á kreiki er lögreglan fljót á vettvang. Nágrannarnir vita hver fjölskyldan er og einnig þeir hafa ópinbert eftirlit með henni. Börnin öll í skóla Börnin sex eru á aldrinum sex til 21. árs. Þau ganga öll í skóla. Elísabet ól þrjú barnanna upp í kjallaranum en hin þrjú tók Jósef Fritzl, faðirinn, af henni skömmu eftir að þau fæddust. Hann hafði búið til þá sögu að Elísabet hefði stungið af frá heimilinu en skilað þessum börnum á tröppurnar á húsi foreldranna. Þau ólust upp hjá honum og Rosemarie konu hans. Öll saman -nema Jósef Danska vefritið bt.dk segir að svo virðist sem Elísabet sé að sættast við móðir sína. Hún hafi fyrst talið víst að Rosemarie hefði vitað af fangelsuninni. Nú sé hún farin að trúa því að svo hafi ekki verið. Börnin sem ólust upp hjá ömmu sinni og afa/föður una sér vel hjá Elísabet og systkinum sínum. Fjölskyldan virðist því loks vera að sameinast. Að frátöldum auðvitað Jósef Fritzl sem afplánar lífstíðar fangelsisdóm. Austurríki Mál Josef Fritzl Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Elísabet Fritzl sem faðirinn hélt fanginni í kjallarakompu í 24 ár er samámsaman að venjast því að lifa eðlilegu lífi. Hún er fjárhagslega sjálstæð eftir að hafa fengið bætur bæði frá stjórnvöldum og fjölmiðlum og hefur keypt sér hús í sveitaþorpi skammt frá heimabænum Amstetten. Býr með lífverði sínum Þar búa með henni börnin sex sem hún eignaðist með föður sínum. Elísabet sem er 44 ára gömul varð ástfangin af einum lífvarða sinna sem er 23 árum yngri en hún. Hann býr einnig með henni í húsinu. Elísabet og börn hennar fengu öll ný nöfn áður en þau yfirgáfu sjúkrahúsið þar sem þau dvöldu fyrstu mánuðina eftir að þau losnuðu úr prísundinni. Fjölmiðlum hefur verið bannað að birta nýju nöfnin og heimilisfang fjölskyldunnar. Eftirlitsmyndavélar vakta húsið úr öllum áttum og ef þar sjást einhverjir grunsamlegir á kreiki er lögreglan fljót á vettvang. Nágrannarnir vita hver fjölskyldan er og einnig þeir hafa ópinbert eftirlit með henni. Börnin öll í skóla Börnin sex eru á aldrinum sex til 21. árs. Þau ganga öll í skóla. Elísabet ól þrjú barnanna upp í kjallaranum en hin þrjú tók Jósef Fritzl, faðirinn, af henni skömmu eftir að þau fæddust. Hann hafði búið til þá sögu að Elísabet hefði stungið af frá heimilinu en skilað þessum börnum á tröppurnar á húsi foreldranna. Þau ólust upp hjá honum og Rosemarie konu hans. Öll saman -nema Jósef Danska vefritið bt.dk segir að svo virðist sem Elísabet sé að sættast við móðir sína. Hún hafi fyrst talið víst að Rosemarie hefði vitað af fangelsuninni. Nú sé hún farin að trúa því að svo hafi ekki verið. Börnin sem ólust upp hjá ömmu sinni og afa/föður una sér vel hjá Elísabet og systkinum sínum. Fjölskyldan virðist því loks vera að sameinast. Að frátöldum auðvitað Jósef Fritzl sem afplánar lífstíðar fangelsisdóm.
Austurríki Mál Josef Fritzl Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira