Enski boltinn

Adebayor ætlar spilar aftur fyrir Tógó - spilar fyrir þá sem dóu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor. Mynd/AFP

Emmanuel Adebayor, leikmaður Manchester City og einn af leikmönnum Tógó sem urðu fyrir hríðskotaárás fyrir helgi, ætlar að gefa kost á sér áfram í landsliðið.

Emmanuel Adebayor sagði skotárásina hafa verið erfiða lífsreynslu og það sé mjög erfitt að tala um það sem gerðist.

„Ég ætla að spila áfram með landsliðinu og spila þá fyrir þá sem dóu fyrir okkur í rútunni," sagði Adebayor í viðtali sem var tekið í Lomé, höfuðborg Tógó.

Það vakti athygli að Adebayor var í bol merktum Arsenal, síns gamla félags, en var ekki merktur sínu núverandi liði sem er Manchester City.

„Líðanin er ekki góð og þetta reynir mikið á tilfinningarnar. Þetta var ein af verstu stundunum í mínu lífi og það er mjög erfitt að lýsa þessu eða tala um það sem gerðist," sagði Emmanuel Adebayor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×