Umfjöllun: Bragi hetja Selfyssinga í botnslagnum Elvar Geir Magnússon skrifar 5. ágúst 2010 18:30 Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga. Agnar Bragi Magnússon var hetja Selfyssinga þegar hann tryggði þeim 3-2 sigur á Haukum í botnslag deildarinnar. Þetta var fyrsti sigur Selfyssinga síðan í þriðju umferð þegar þeir einmitt lögðu Hauka. Eftir þennan sigur Selfyssinga eru Haukar límdir við botninn. Þeir eru með sjö stig í neðsta sætinu, Selfoss er með ellefu og Grindavík tólf. Þetta eru liðin þrjú sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni eins og staðan er. Haukar byrjuðu leikinn betur og sköpuðu sér nokkur úrvalsfæri sem fóru forgörðum. Spánverjinn Alexandre Garcia var líflegur og opnaði markareiking sinn á 21. mínútu. Hann reyndar skuldaði þetta mark þar sem hann fór illa með tvö færi í byrjun leiks. Selfyssingar voru ekki með í fyrri helming fyrri hálfleiks en fótboltinn er brellinn og bröndóttur og það sannaðist á 25. mínútu þegar Stefán Ragnar Guðlaugsson jafnaði í 1-1 eftir hornspyrnu. Þetta var fyrsta skot Selfyssinga á markið í leiknum. Þetta mark gaf gestunum byr undir báða vængi og þeir tóku forystuna fjórum mínútum síðar þegar varamaðurinn Guessan Bi Herve vann kapphlauð við Þórhall Dan Jóhannsson og skoraði í gegnum klofið á markverðinum Daða Lárussyni. Staðan var 2-1 í hálfleik en fjörið hélt áfram í þeim síðari. Haukamenn náðu að jafna í 2-2 eftir frábært einstaklingsframtak Guðjóns Lýðssonar á 65. mínútu. Skömmu áður hafði hann átt góða marktilraun þegar hann skaut í slá úr aukaspyrnu. En það voru Selfyssingar sem tryggðu sér sigurinn á 75. mínútu þegar miðvörðurinn ógnarstóri Agnar Bragi Magnússon skóflaði boltanum upp í þaknetið. Guessan Bi Herve fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 81. mínútu en Haukar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Selfyssingar fögnuðu sigrinum af gríðarlegri innlifun enda ekki fengið mörg tækifæri til þess í sumar. Staða Hauka varð enn dekkri og leit þeirra að fyrsta sigrinum í sumar virðist ekki ætla að bera árangur. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Hauka og Selfoss í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Haukar - Selfoss 2-31-0 Alexandre Garcia (21.) 1-1 Stefán Ragnar Guðlaugsson (25.) 1-2 Guessan Bi Herve (29.) 2-2 Guðjón Lýðsson (65.) 2-3 Agnar Bragi Magnússon (75.) Rautt spjald: Guessan Bi Herve (81.) Áhorfendur: 983Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 16-11 (7-8) Varin skot: Daði 5 - Jóhann 5 Horn: 9-10 Aukaspyrnur fengnar: 13-9 Rangstöður: 6-2 Haukar 4-4-2: Daði Lárusson 6 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 3 Hilmar Rafn Emilsson 3 Hilmar Geir Eiðsson 5 Jamie McCunnie 5 Guðjón Lýðsson 7 Magnús Björgvinsson 4 (77. Garðar Geirsson -) Arnar Gunnlaugsson 5 (46. Daníel Einarsson 6) Alexandro Garcia 6 Selfoss 4-5-1: Jóhann Ólafur Sigurðsson 6 Martin Dohlsten 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Agnar Bragi Magnússon 7* - Maður leiksins Andri Freyr Björnsson 4 Gunnar Borgþórsson 4 Jean Stephane Yao Yao 7 Arilíus Marteinsson 6 (84. Ingi Rafn Ingibergsson -) Sævar Þór Gíslason - (15. Guessan Bi Herve 7) Jón Daði Böðvarsson 6 Viktor Unnar Illugason 6 (77. Viðar Örn Kjartansson -)Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Haukar - Selfoss. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Agnar Bragi Magnússon var hetja Selfyssinga þegar hann tryggði þeim 3-2 sigur á Haukum í botnslag deildarinnar. Þetta var fyrsti sigur Selfyssinga síðan í þriðju umferð þegar þeir einmitt lögðu Hauka. Eftir þennan sigur Selfyssinga eru Haukar límdir við botninn. Þeir eru með sjö stig í neðsta sætinu, Selfoss er með ellefu og Grindavík tólf. Þetta eru liðin þrjú sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni eins og staðan er. Haukar byrjuðu leikinn betur og sköpuðu sér nokkur úrvalsfæri sem fóru forgörðum. Spánverjinn Alexandre Garcia var líflegur og opnaði markareiking sinn á 21. mínútu. Hann reyndar skuldaði þetta mark þar sem hann fór illa með tvö færi í byrjun leiks. Selfyssingar voru ekki með í fyrri helming fyrri hálfleiks en fótboltinn er brellinn og bröndóttur og það sannaðist á 25. mínútu þegar Stefán Ragnar Guðlaugsson jafnaði í 1-1 eftir hornspyrnu. Þetta var fyrsta skot Selfyssinga á markið í leiknum. Þetta mark gaf gestunum byr undir báða vængi og þeir tóku forystuna fjórum mínútum síðar þegar varamaðurinn Guessan Bi Herve vann kapphlauð við Þórhall Dan Jóhannsson og skoraði í gegnum klofið á markverðinum Daða Lárussyni. Staðan var 2-1 í hálfleik en fjörið hélt áfram í þeim síðari. Haukamenn náðu að jafna í 2-2 eftir frábært einstaklingsframtak Guðjóns Lýðssonar á 65. mínútu. Skömmu áður hafði hann átt góða marktilraun þegar hann skaut í slá úr aukaspyrnu. En það voru Selfyssingar sem tryggðu sér sigurinn á 75. mínútu þegar miðvörðurinn ógnarstóri Agnar Bragi Magnússon skóflaði boltanum upp í þaknetið. Guessan Bi Herve fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 81. mínútu en Haukar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Selfyssingar fögnuðu sigrinum af gríðarlegri innlifun enda ekki fengið mörg tækifæri til þess í sumar. Staða Hauka varð enn dekkri og leit þeirra að fyrsta sigrinum í sumar virðist ekki ætla að bera árangur. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Hauka og Selfoss í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Haukar - Selfoss 2-31-0 Alexandre Garcia (21.) 1-1 Stefán Ragnar Guðlaugsson (25.) 1-2 Guessan Bi Herve (29.) 2-2 Guðjón Lýðsson (65.) 2-3 Agnar Bragi Magnússon (75.) Rautt spjald: Guessan Bi Herve (81.) Áhorfendur: 983Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 16-11 (7-8) Varin skot: Daði 5 - Jóhann 5 Horn: 9-10 Aukaspyrnur fengnar: 13-9 Rangstöður: 6-2 Haukar 4-4-2: Daði Lárusson 6 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 3 Hilmar Rafn Emilsson 3 Hilmar Geir Eiðsson 5 Jamie McCunnie 5 Guðjón Lýðsson 7 Magnús Björgvinsson 4 (77. Garðar Geirsson -) Arnar Gunnlaugsson 5 (46. Daníel Einarsson 6) Alexandro Garcia 6 Selfoss 4-5-1: Jóhann Ólafur Sigurðsson 6 Martin Dohlsten 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Agnar Bragi Magnússon 7* - Maður leiksins Andri Freyr Björnsson 4 Gunnar Borgþórsson 4 Jean Stephane Yao Yao 7 Arilíus Marteinsson 6 (84. Ingi Rafn Ingibergsson -) Sævar Þór Gíslason - (15. Guessan Bi Herve 7) Jón Daði Böðvarsson 6 Viktor Unnar Illugason 6 (77. Viðar Örn Kjartansson -)Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Haukar - Selfoss.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira