Íslenski boltinn

Umfjöllun: Bragi hetja Selfyssinga í botnslagnum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga.
Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga.

Agnar Bragi Magnússon var hetja Selfyssinga þegar hann tryggði þeim 3-2 sigur á Haukum í botnslag deildarinnar. Þetta var fyrsti sigur Selfyssinga síðan í þriðju umferð þegar þeir einmitt lögðu Hauka.

Eftir þennan sigur Selfyssinga eru Haukar límdir við botninn. Þeir eru með sjö stig í neðsta sætinu, Selfoss er með ellefu og Grindavík tólf. Þetta eru liðin þrjú sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni eins og staðan er.

Haukar byrjuðu leikinn betur og sköpuðu sér nokkur úrvalsfæri sem fóru forgörðum. Spánverjinn Alexandre Garcia var líflegur og opnaði markareiking sinn á 21. mínútu. Hann reyndar skuldaði þetta mark þar sem hann fór illa með tvö færi í byrjun leiks.

Selfyssingar voru ekki með í fyrri helming fyrri hálfleiks en fótboltinn er brellinn og bröndóttur og það sannaðist á 25. mínútu þegar Stefán Ragnar Guðlaugsson jafnaði í 1-1 eftir hornspyrnu. Þetta var fyrsta skot Selfyssinga á markið í leiknum.

Þetta mark gaf gestunum byr undir báða vængi og þeir tóku forystuna fjórum mínútum síðar þegar varamaðurinn Guessan Bi Herve vann kapphlauð við Þórhall Dan Jóhannsson og skoraði í gegnum klofið á markverðinum Daða Lárussyni.

Staðan var 2-1 í hálfleik en fjörið hélt áfram í þeim síðari. Haukamenn náðu að jafna í 2-2 eftir frábært einstaklingsframtak Guðjóns Lýðssonar á 65. mínútu. Skömmu áður hafði hann átt góða marktilraun þegar hann skaut í slá úr aukaspyrnu.

En það voru Selfyssingar sem tryggðu sér sigurinn á 75. mínútu þegar miðvörðurinn ógnarstóri Agnar Bragi Magnússon skóflaði boltanum upp í þaknetið. Guessan Bi Herve fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 81. mínútu en Haukar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn.

Selfyssingar fögnuðu sigrinum af gríðarlegri innlifun enda ekki fengið mörg tækifæri til þess í sumar. Staða Hauka varð enn dekkri og leit þeirra að fyrsta sigrinum í sumar virðist ekki ætla að bera árangur.

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Hauka og Selfoss í 14. umferð Pepsi-deildar karla.

Haukar - Selfoss 2-3

1-0 Alexandre Garcia (21.)

1-1 Stefán Ragnar Guðlaugsson (25.)

1-2 Guessan Bi Herve (29.)

2-2 Guðjón Lýðsson (65.)

2-3 Agnar Bragi Magnússon (75.)

Rautt spjald: Guessan Bi Herve (81.)

Áhorfendur: 983

Dómari: Magnús Þórisson 6

Skot (á mark): 16-11 (7-8)

Varin skot: Daði 5 - Jóhann 5

Horn: 9-10

Aukaspyrnur fengnar: 13-9

Rangstöður: 6-2

Haukar 4-4-2:

Daði Lárusson 6

Ásgeir Þór Ingólfsson 5

Kristján Ómar Björnsson 5

Þórhallur Dan Jóhannsson 3

Hilmar Rafn Emilsson 3

Hilmar Geir Eiðsson 5

Jamie McCunnie 5

Guðjón Lýðsson 7

Magnús Björgvinsson 4

(77. Garðar Geirsson -)

Arnar Gunnlaugsson 5

(46. Daníel Einarsson 6)

Alexandro Garcia 6

Selfoss 4-5-1:

Jóhann Ólafur Sigurðsson 6

Martin Dohlsten 5

Stefán Ragnar Guðlaugsson 6

Agnar Bragi Magnússon 7* - Maður leiksins

Andri Freyr Björnsson 4

Gunnar Borgþórsson 4

Jean Stephane Yao Yao 7

Arilíus Marteinsson 6

(84. Ingi Rafn Ingibergsson -)

Sævar Þór Gíslason -

(15. Guessan Bi Herve 7)

Jón Daði Böðvarsson 6

Viktor Unnar Illugason 6

(77. Viðar Örn Kjartansson -)



Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Haukar - Selfoss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×