Innlent

Gunnar í Krossinum: Ég misnotaði ekki þessa konu

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Gunnar Þorsteinn í Krossinum.
Gunnar Þorsteinn í Krossinum.
„Ég hef aldrei misnotað þessa konu en iðulega átti ég, líkt og margir aðrir menn og unglingar jafnvel, fótum mínum fjör að launa," segir Gunnar Þorsteinsson í Krossinum um ásakanir fyrrverandi mágkonu hans.

Sólveig Guðnadóttir sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að Gunnar hafi brotið gegn sér kynferðislega, brotin hafi byrjað þegar hún var 14 ára og að þau hafi staðið yfir í meira en tíu ár. Sólveig er fyrrverandi mágkona Gunnars en systir hennar var eiginkona Gunnars í mörg ár.

„Frá 14 ára aldri var ég sem uppalandi hennar í vandræðum vegna lifnaðarhátta hennar og þar komu margir drengir inn í myndina. Ég var miður mín yfir óreglu stúlkunnar og það þekkir móðir hennar og systur. Hún verður ófrísk 16 ára og á svo fimm börn þétt með manninum sínum. Auk þess á hún eitt barn með manni tvö. Orð hennar um 10 ára misnotkun frá 14 ára aldri halda því ekki frekar en nokkur annað sem frá þessum systrum kemur," segir Gunnar.

Þá segir hann: „Þegar hún var í sem mesta ruglinu yfirgaf hún börnin sín og treysti mér fyrir dætrum sínum. Sólveig fer með ósannindi og harma ég hefndarþorsta hennar í minn garð."


Tengdar fréttir

Ásakanirnar ekki frá nýju trúfélagi

„Ég kannast ekki við það, ég er ekki í því trúfélagi,“ segir Ásta Knútsdóttir, talskona kvennanna sem ásaka Gunnar Þorsteinsson um að hafa brotið á sér.

Þurfti að þola kynferðislegt káf Gunnars í Krossinum

„Ég ætla ekki lengur að bera þessa skömm, því hún er ekki mín“, segir ein þeirra kvenna sem sakar Gunnar Þorsteinsson í Krossinum um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. Hún segir að brotin hafi byrjað þegar hún var 14 ára og að þau hafi staðið yfir í meira en tíu ár.

Sonur Gunnars: „Pabbi, ég stend með þér alla leið“

Sonur Gunnars Þorsteinssonar, forstöðumanns Krossins, lýsir yfir fullum stuðningi við föður sinn vegna þeirra ásakana sem fram hafa komið um að hann hafi áreitt fjölda kvenna kynferðislega. Sonurinn, Guðni Gunnarsson, hefur sett inn á Facebook-síðu sína tengil á lagið „Vertu hjá mér" með kristilegu hljómsveitinni GIG, sem hann er sjálfur meðlimur í. Með tenglinum fylgja skilaboð til föður hans: „Textinn er fyrir dag eins og í dag... pabbi ég stend með þér alla leið.."

Gunnar í Krossinum: Herferðin er frá hópi í nýju trúfélagi

Gunnar Þorsteinsson í Krossinum birtir yfirlýsingu á heimasíðu Krossins nú í kvöld. Þar segir hann að hann sé bugaður maður og ásakanir um að hann hafi brotið gegn fimm konum séu tilhæfulausar. Hann segir einnig að eftir að hann og Jónina giftu sig hafi þau fengið hótanir.

Fimm konur saka Gunnar í Krossinum um kynferðisbrot

Fimm konur hafa stigið fram og sakað Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann trúfélagsins Krossins, um að hafa brotið á þeim kynferðislega. Brotin eru samkvæmt lýsingum kvennanna fyrnd að lögum sökum þess hversu langt er liðið frá því að þau áttu sér stað.

Leitar leiða til að hreinsa mannorð sitt

„Ég er bugaður maður, þetta er mér afar þungbært, og það er mikil sorg í hjarta mínu,“ segir Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins. „Ég verð að leita allra úrræða til að hreinsa mannorð mitt, og það mun ég gera.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×