Fimm konur saka Gunnar í Krossinum um kynferðisbrot 26. nóvember 2010 06:00 Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, hafnar með öllu þeim ásökunum sem hann er borinn. Fréttablaðið/Anton Fimm konur hafa stigið fram og sakað Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann trúfélagsins Krossins, um að hafa brotið á þeim kynferðislega. Brotin eru samkvæmt lýsingum kvennanna fyrnd að lögum sökum þess hversu langt er liðið frá því að þau áttu sér stað. Ásakanirnar koma fram í bréfi sem sent var öllum stjórnarmönnum í Krossinum í gær og birt á vefmiðlinum Pressunni í kjölfarið. Því fylgir vitnisburður fimm kvenna þar sem þær rekja á hvern hátt brotið hafi verið gegn þeim. Tvær kvennanna eru systur fyrrverandi eiginkonu Gunnars, þær Sigríður og Sólveig Guðnadætur. Þá sakar Brynja Dröfn Ísfjörð Gunnar um að hafa brotið gegn henni, auk tveggja kvenna sem ekki eru nafngreindar í bréfinu. Undir bréfið skrifa Ásta Knútsdóttir og Sesselja Engilráð Barðdal. Þær eru ekki í hópi þeirra kvenna sem saka Gunnar um að hafa brotið gegn þeim, en hafa tekið að sér að aðstoða konurnar. Í bréfinu er tekið fram að meint brot séu öll fyrnd að lögum. „Það er hins vegar ljóst að afleiðingarnar sem konurnar, sem nokkrar voru unglingar undir lögaldri þegar á þeim var brotið, fyrnast ekki,“ segir í bréfinu. „Reynsla þessi hefur valdið þeim ómældri sálarangist, kvöl og margvíslegum erfiðleikum. Má þar nefna skömm og sektarkennd, auk þess sem þær hafa upplifað blekkingu og svik, þöggun, vanmátt, niðurbrot og valdníðslu,“ segir þar enn fremur. Ásta segir það stjórnar Krossins að ákveða til hvaða aðgerða verði gripið. Hún telur þó augljóst að Gunnar verði að víkja sem forstöðumaður Krossins í ljósi fjölda og alvarleika brotanna. „Við erum að tala um kirkju, og fólk verður að vera öruggt í sinni kirkju, það er grundvallaratriði,“ segir Sesselja. Þær Ásta og Sesselja segja tilgang kvennanna með því að stíga fram fyrst og fremst þann að koma í veg fyrir að fleiri stúlkur eða konur verði fyrir svipaðri reynslu af hendi Gunnars. Ásta segir mál þessara fimm kvenna aðeins toppinn á ísjakanum, og er sannfærð um að fleiri konur muni stíga fram í kjölfarið. Í kjölfar umfjöllunar vefmiðilsins Pressunnar í gær hafi fleiri konur sett sig í samband við þær. Hún segir Gunnar og hans nánustu fjölskyldu hafa reynt að þagga niður í konunum eftir að í ljós kom að þær ætluðu að stíga fram. Það hafi verið gert með ítrekuðum símtölum og heimsóknum. Kynferðisbrotamál sem upp hafa komið innan þjóðkirkjunnar hafa hróflað mikið við konum sem brotið hefur verið á með sambærilegum hætti segir Sesselja. „Sársaukinn hefur komið upp aftur þegar fjallað hefur verið um sambærileg mál, og þá var bara spurningin hvort þær ættu að liggja áfram í sinni skömm, eða hvort þær ættu að skila henni til baka.“brjann@frettabladid.is Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fimm konur hafa stigið fram og sakað Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann trúfélagsins Krossins, um að hafa brotið á þeim kynferðislega. Brotin eru samkvæmt lýsingum kvennanna fyrnd að lögum sökum þess hversu langt er liðið frá því að þau áttu sér stað. Ásakanirnar koma fram í bréfi sem sent var öllum stjórnarmönnum í Krossinum í gær og birt á vefmiðlinum Pressunni í kjölfarið. Því fylgir vitnisburður fimm kvenna þar sem þær rekja á hvern hátt brotið hafi verið gegn þeim. Tvær kvennanna eru systur fyrrverandi eiginkonu Gunnars, þær Sigríður og Sólveig Guðnadætur. Þá sakar Brynja Dröfn Ísfjörð Gunnar um að hafa brotið gegn henni, auk tveggja kvenna sem ekki eru nafngreindar í bréfinu. Undir bréfið skrifa Ásta Knútsdóttir og Sesselja Engilráð Barðdal. Þær eru ekki í hópi þeirra kvenna sem saka Gunnar um að hafa brotið gegn þeim, en hafa tekið að sér að aðstoða konurnar. Í bréfinu er tekið fram að meint brot séu öll fyrnd að lögum. „Það er hins vegar ljóst að afleiðingarnar sem konurnar, sem nokkrar voru unglingar undir lögaldri þegar á þeim var brotið, fyrnast ekki,“ segir í bréfinu. „Reynsla þessi hefur valdið þeim ómældri sálarangist, kvöl og margvíslegum erfiðleikum. Má þar nefna skömm og sektarkennd, auk þess sem þær hafa upplifað blekkingu og svik, þöggun, vanmátt, niðurbrot og valdníðslu,“ segir þar enn fremur. Ásta segir það stjórnar Krossins að ákveða til hvaða aðgerða verði gripið. Hún telur þó augljóst að Gunnar verði að víkja sem forstöðumaður Krossins í ljósi fjölda og alvarleika brotanna. „Við erum að tala um kirkju, og fólk verður að vera öruggt í sinni kirkju, það er grundvallaratriði,“ segir Sesselja. Þær Ásta og Sesselja segja tilgang kvennanna með því að stíga fram fyrst og fremst þann að koma í veg fyrir að fleiri stúlkur eða konur verði fyrir svipaðri reynslu af hendi Gunnars. Ásta segir mál þessara fimm kvenna aðeins toppinn á ísjakanum, og er sannfærð um að fleiri konur muni stíga fram í kjölfarið. Í kjölfar umfjöllunar vefmiðilsins Pressunnar í gær hafi fleiri konur sett sig í samband við þær. Hún segir Gunnar og hans nánustu fjölskyldu hafa reynt að þagga niður í konunum eftir að í ljós kom að þær ætluðu að stíga fram. Það hafi verið gert með ítrekuðum símtölum og heimsóknum. Kynferðisbrotamál sem upp hafa komið innan þjóðkirkjunnar hafa hróflað mikið við konum sem brotið hefur verið á með sambærilegum hætti segir Sesselja. „Sársaukinn hefur komið upp aftur þegar fjallað hefur verið um sambærileg mál, og þá var bara spurningin hvort þær ættu að liggja áfram í sinni skömm, eða hvort þær ættu að skila henni til baka.“brjann@frettabladid.is
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira