Fimm konur saka Gunnar í Krossinum um kynferðisbrot 26. nóvember 2010 06:00 Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, hafnar með öllu þeim ásökunum sem hann er borinn. Fréttablaðið/Anton Fimm konur hafa stigið fram og sakað Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann trúfélagsins Krossins, um að hafa brotið á þeim kynferðislega. Brotin eru samkvæmt lýsingum kvennanna fyrnd að lögum sökum þess hversu langt er liðið frá því að þau áttu sér stað. Ásakanirnar koma fram í bréfi sem sent var öllum stjórnarmönnum í Krossinum í gær og birt á vefmiðlinum Pressunni í kjölfarið. Því fylgir vitnisburður fimm kvenna þar sem þær rekja á hvern hátt brotið hafi verið gegn þeim. Tvær kvennanna eru systur fyrrverandi eiginkonu Gunnars, þær Sigríður og Sólveig Guðnadætur. Þá sakar Brynja Dröfn Ísfjörð Gunnar um að hafa brotið gegn henni, auk tveggja kvenna sem ekki eru nafngreindar í bréfinu. Undir bréfið skrifa Ásta Knútsdóttir og Sesselja Engilráð Barðdal. Þær eru ekki í hópi þeirra kvenna sem saka Gunnar um að hafa brotið gegn þeim, en hafa tekið að sér að aðstoða konurnar. Í bréfinu er tekið fram að meint brot séu öll fyrnd að lögum. „Það er hins vegar ljóst að afleiðingarnar sem konurnar, sem nokkrar voru unglingar undir lögaldri þegar á þeim var brotið, fyrnast ekki,“ segir í bréfinu. „Reynsla þessi hefur valdið þeim ómældri sálarangist, kvöl og margvíslegum erfiðleikum. Má þar nefna skömm og sektarkennd, auk þess sem þær hafa upplifað blekkingu og svik, þöggun, vanmátt, niðurbrot og valdníðslu,“ segir þar enn fremur. Ásta segir það stjórnar Krossins að ákveða til hvaða aðgerða verði gripið. Hún telur þó augljóst að Gunnar verði að víkja sem forstöðumaður Krossins í ljósi fjölda og alvarleika brotanna. „Við erum að tala um kirkju, og fólk verður að vera öruggt í sinni kirkju, það er grundvallaratriði,“ segir Sesselja. Þær Ásta og Sesselja segja tilgang kvennanna með því að stíga fram fyrst og fremst þann að koma í veg fyrir að fleiri stúlkur eða konur verði fyrir svipaðri reynslu af hendi Gunnars. Ásta segir mál þessara fimm kvenna aðeins toppinn á ísjakanum, og er sannfærð um að fleiri konur muni stíga fram í kjölfarið. Í kjölfar umfjöllunar vefmiðilsins Pressunnar í gær hafi fleiri konur sett sig í samband við þær. Hún segir Gunnar og hans nánustu fjölskyldu hafa reynt að þagga niður í konunum eftir að í ljós kom að þær ætluðu að stíga fram. Það hafi verið gert með ítrekuðum símtölum og heimsóknum. Kynferðisbrotamál sem upp hafa komið innan þjóðkirkjunnar hafa hróflað mikið við konum sem brotið hefur verið á með sambærilegum hætti segir Sesselja. „Sársaukinn hefur komið upp aftur þegar fjallað hefur verið um sambærileg mál, og þá var bara spurningin hvort þær ættu að liggja áfram í sinni skömm, eða hvort þær ættu að skila henni til baka.“brjann@frettabladid.is Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Fimm konur hafa stigið fram og sakað Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann trúfélagsins Krossins, um að hafa brotið á þeim kynferðislega. Brotin eru samkvæmt lýsingum kvennanna fyrnd að lögum sökum þess hversu langt er liðið frá því að þau áttu sér stað. Ásakanirnar koma fram í bréfi sem sent var öllum stjórnarmönnum í Krossinum í gær og birt á vefmiðlinum Pressunni í kjölfarið. Því fylgir vitnisburður fimm kvenna þar sem þær rekja á hvern hátt brotið hafi verið gegn þeim. Tvær kvennanna eru systur fyrrverandi eiginkonu Gunnars, þær Sigríður og Sólveig Guðnadætur. Þá sakar Brynja Dröfn Ísfjörð Gunnar um að hafa brotið gegn henni, auk tveggja kvenna sem ekki eru nafngreindar í bréfinu. Undir bréfið skrifa Ásta Knútsdóttir og Sesselja Engilráð Barðdal. Þær eru ekki í hópi þeirra kvenna sem saka Gunnar um að hafa brotið gegn þeim, en hafa tekið að sér að aðstoða konurnar. Í bréfinu er tekið fram að meint brot séu öll fyrnd að lögum. „Það er hins vegar ljóst að afleiðingarnar sem konurnar, sem nokkrar voru unglingar undir lögaldri þegar á þeim var brotið, fyrnast ekki,“ segir í bréfinu. „Reynsla þessi hefur valdið þeim ómældri sálarangist, kvöl og margvíslegum erfiðleikum. Má þar nefna skömm og sektarkennd, auk þess sem þær hafa upplifað blekkingu og svik, þöggun, vanmátt, niðurbrot og valdníðslu,“ segir þar enn fremur. Ásta segir það stjórnar Krossins að ákveða til hvaða aðgerða verði gripið. Hún telur þó augljóst að Gunnar verði að víkja sem forstöðumaður Krossins í ljósi fjölda og alvarleika brotanna. „Við erum að tala um kirkju, og fólk verður að vera öruggt í sinni kirkju, það er grundvallaratriði,“ segir Sesselja. Þær Ásta og Sesselja segja tilgang kvennanna með því að stíga fram fyrst og fremst þann að koma í veg fyrir að fleiri stúlkur eða konur verði fyrir svipaðri reynslu af hendi Gunnars. Ásta segir mál þessara fimm kvenna aðeins toppinn á ísjakanum, og er sannfærð um að fleiri konur muni stíga fram í kjölfarið. Í kjölfar umfjöllunar vefmiðilsins Pressunnar í gær hafi fleiri konur sett sig í samband við þær. Hún segir Gunnar og hans nánustu fjölskyldu hafa reynt að þagga niður í konunum eftir að í ljós kom að þær ætluðu að stíga fram. Það hafi verið gert með ítrekuðum símtölum og heimsóknum. Kynferðisbrotamál sem upp hafa komið innan þjóðkirkjunnar hafa hróflað mikið við konum sem brotið hefur verið á með sambærilegum hætti segir Sesselja. „Sársaukinn hefur komið upp aftur þegar fjallað hefur verið um sambærileg mál, og þá var bara spurningin hvort þær ættu að liggja áfram í sinni skömm, eða hvort þær ættu að skila henni til baka.“brjann@frettabladid.is
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira