Innlent

Ásakanirnar ekki frá nýju trúfélagi

Ásta Knútsdóttir talskona kvennanna sem ásaka Gunnar Þorsteinsson um að hafa brotið á sér.
Ásta Knútsdóttir talskona kvennanna sem ásaka Gunnar Þorsteinsson um að hafa brotið á sér.
„Ég kannast ekki við það, ég er ekki í því trúfélagi,“ segir Ásta Knútsdóttir, talskona kvennanna sem ásaka Gunnar Þorsteinsson um að hafa brotið á sér.

Gunnar sagði í yfirlýsingu fyrr í kvöld að ásakanirnar kæmu úr hópi sem tilheyrir nýju trúfélagi. „Því miður er mér kunnugt um að hópur af fólki hefur um skeið unnið að því að leita að ávirðingum á mig með logandi ljósi. Menn hafa velt hverjum steini og uppskeran er komin í hús. Hópur sem tilheyrir nýju trúfélagi í Reykjavík hefur náð góðum árangri með ófrægingarherferð þessari. Þú spyrð hvort þetta geti verið, já, því miður, ég hef staðfestingu á því."

„Það er ein kona úr þessum hópi sem tilheyrir því trúfélagi, ég get ekki séð neina tengingu þar á milli," segir Ásta. „Hann heldur að þetta snúist um hann, þetta snýst um konurnar sem hann braut á," segir Ásta í samtali við Vísi.

Gunnar sagði í yfirlýsingunni í kvöld að hann ætlaði að hreinsa mannorð sitt og verði að treysta á dómskerfið.


Tengdar fréttir

„Ég er niðurbrotinn maður“

Gunnar Þorsteinsson í Krossinum segist niðurbrotinn vegna ásakanna um að hann hafi brotið gegn fimm konum. Á meðal þeirra sem saka Gunnar um kynferðislega áreitni er tvær fyrrverandi mágkonur hans

Gunnar í Krossinum: Herferðin er frá hópi í nýju trúfélagi

Gunnar Þorsteinsson í Krossinum birtir yfirlýsingu á heimasíðu Krossins nú í kvöld. Þar segir hann að hann sé bugaður maður og ásakanir um að hann hafi brotið gegn fimm konum séu tilhæfulausar. Hann segir einnig að eftir að hann og Jónina giftu sig hafi þau fengið hótanir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×