Stöð 2 Sport og KSÍ undirrita viðamikinn samstarfssamning 1. júní 2010 13:30 Stöð 2 og KSÍ hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem m.a. er ætlað að stórauka stuðning og umfjöllun um fóboltaiðkun æskunnar. Í samningnum felst m.a. að Stöð 2 Sport skuldbindur sig til a.m.k. 35 beinna útsendinga frá leikjum í Pepsi-deild karla, 5 leikja í Visa-bikarkeppni karla, útsendinga frá útileikjum A - landsliðs karla og vináttulandsleikjum þess á Íslandi. Þessi tímamótasamningur, sem er til tveggja ára, var undirritaður á blaðamannafundi fyrr í dag af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Einn allra mikilvægasti liðurinn í samkomulaginu er að Stöð 2 Sport fjallar í stórauknum mæli um fótboltaiðkun yngri flokka. Verður það m.a. gert með ítarlegri umfjöllun um sumarmótin vinsælu, sem Stöð 2 Sport hefur þegar gert góð skil í sérstökum þáttum undanfarin sumur. Að auki verða framleiddir og sýndir með reglubundnum hætti á Stöð 2 Sport vandaðir og skemmtilegir þættir um fóltboltaiðkun ungs fólks og munu sportstöðvar Stöðvar 2 einnig taka að sér framleiðslu og sýningar á kennslumyndböndum í boltatækni. Í tilefni samningsins segir Geir Þorsteinsson formaður KSÍ: "Stöð 2 Sport hefur til margra ára sýnt frá íslenskri knattspyrnu í góðu samstarfi við KSÍ og það er ánægjulegt að með samningi þessum munu útsendingar frá íslenskri knattspyrnu enn aukast sem og þáttagerð um knattspyrnu fyrir yngstu iðkendur. Það er von KSÍ að þessi samningur auki enn á vinsældir knattspyrnunnar á Íslandi." Ari lýsti jafnframt yfir ánægju sinni fyrir hönd 365 miðla með það að þetta víðtæka samkomulag sé nú í höfn: „Aukin þáttagerð tengd iðkun ungmenna er liður í áherslubeytingum á Sportstöðvunum þar sem meiri áhersla er lögð á fjölskylduefni samhliða útsendingum frá stærstu íþróttaviðburðum hér á landi og um heim allan. Okkur rennur líka blóðið til skyldunnar því að niðurstöður nýlegrar könnunar sýna fram á að Sportstöðvarnar höfða meira til fjölskyldna en við gerðum okkur grein fyrir. Sama könnun leiddi í ljós að það er vöntun á því efni sem við erum að leggja meiri áherslu á. Það má því segja að leiðir okkar og KSÍ liggja saman að því markmiði að bæta úr þessu." Stöð 2 Sport hefur undanfarin ár fjallað af myndarskap um keppni í efstu deild karla og sýnt beint frá fjölda leikja við góðar undirtektir áskrifenda. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport mun gera enn betur við íslenska knattpsyrnu í efstu deild. Með tilkomu samningsins mun Stöð 2 Sport nú að auki sýna beint frá 5 leikjum í bikarkeppni á hverju samningsári og til viðbótar við beinar útsendingar frá öllum helstu útileikjum A-landsliðs karla mun Stöð 2 Sport eftirleiðis sýna beint frá mikilvægum vináttulandsleikjum liðsins sem fram fara á heimavelli. Þessu til viðbótar felst í samningnum að 365 miðlar munu afhenda KSÍ á hverju samningsári hundruð áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Þessar áskriftir hyggst KSÍ nýta til hvatningar og frekari uppbyggingar handa fótboltaæsku landsins með því að útdeila áskriftum með markvissum hætti til ungra fótboltaiðkenda sem skarað hafa fram úr á sviði knattleikni, stundvísi og ekki hvað síst háttvísi, bæði á æfingum og í keppni. Síðast en ekki síst hafa 365 miðlar og KSÍ áform um nýja fjármögnunarleið fyrir íþróttafélög þar sem þeim mun gefast kostur á að taka að sér sölu áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 gegn því að allt að 10 til 30% af sölutekjunum renni til viðkomandi félags á þriggja ára tímabili. Að mati samningsaðila er þetta sérstaklega mikilvægt á tímum eins og þessum þegar að þrengt hefur að í íslensku viðskiptalífi sem hefur í minni mæli verið aflögufært til stuðnings íslenskri knattspyrnu. Íslenski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Sjá meira
Stöð 2 og KSÍ hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem m.a. er ætlað að stórauka stuðning og umfjöllun um fóboltaiðkun æskunnar. Í samningnum felst m.a. að Stöð 2 Sport skuldbindur sig til a.m.k. 35 beinna útsendinga frá leikjum í Pepsi-deild karla, 5 leikja í Visa-bikarkeppni karla, útsendinga frá útileikjum A - landsliðs karla og vináttulandsleikjum þess á Íslandi. Þessi tímamótasamningur, sem er til tveggja ára, var undirritaður á blaðamannafundi fyrr í dag af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Einn allra mikilvægasti liðurinn í samkomulaginu er að Stöð 2 Sport fjallar í stórauknum mæli um fótboltaiðkun yngri flokka. Verður það m.a. gert með ítarlegri umfjöllun um sumarmótin vinsælu, sem Stöð 2 Sport hefur þegar gert góð skil í sérstökum þáttum undanfarin sumur. Að auki verða framleiddir og sýndir með reglubundnum hætti á Stöð 2 Sport vandaðir og skemmtilegir þættir um fóltboltaiðkun ungs fólks og munu sportstöðvar Stöðvar 2 einnig taka að sér framleiðslu og sýningar á kennslumyndböndum í boltatækni. Í tilefni samningsins segir Geir Þorsteinsson formaður KSÍ: "Stöð 2 Sport hefur til margra ára sýnt frá íslenskri knattspyrnu í góðu samstarfi við KSÍ og það er ánægjulegt að með samningi þessum munu útsendingar frá íslenskri knattspyrnu enn aukast sem og þáttagerð um knattspyrnu fyrir yngstu iðkendur. Það er von KSÍ að þessi samningur auki enn á vinsældir knattspyrnunnar á Íslandi." Ari lýsti jafnframt yfir ánægju sinni fyrir hönd 365 miðla með það að þetta víðtæka samkomulag sé nú í höfn: „Aukin þáttagerð tengd iðkun ungmenna er liður í áherslubeytingum á Sportstöðvunum þar sem meiri áhersla er lögð á fjölskylduefni samhliða útsendingum frá stærstu íþróttaviðburðum hér á landi og um heim allan. Okkur rennur líka blóðið til skyldunnar því að niðurstöður nýlegrar könnunar sýna fram á að Sportstöðvarnar höfða meira til fjölskyldna en við gerðum okkur grein fyrir. Sama könnun leiddi í ljós að það er vöntun á því efni sem við erum að leggja meiri áherslu á. Það má því segja að leiðir okkar og KSÍ liggja saman að því markmiði að bæta úr þessu." Stöð 2 Sport hefur undanfarin ár fjallað af myndarskap um keppni í efstu deild karla og sýnt beint frá fjölda leikja við góðar undirtektir áskrifenda. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport mun gera enn betur við íslenska knattpsyrnu í efstu deild. Með tilkomu samningsins mun Stöð 2 Sport nú að auki sýna beint frá 5 leikjum í bikarkeppni á hverju samningsári og til viðbótar við beinar útsendingar frá öllum helstu útileikjum A-landsliðs karla mun Stöð 2 Sport eftirleiðis sýna beint frá mikilvægum vináttulandsleikjum liðsins sem fram fara á heimavelli. Þessu til viðbótar felst í samningnum að 365 miðlar munu afhenda KSÍ á hverju samningsári hundruð áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Þessar áskriftir hyggst KSÍ nýta til hvatningar og frekari uppbyggingar handa fótboltaæsku landsins með því að útdeila áskriftum með markvissum hætti til ungra fótboltaiðkenda sem skarað hafa fram úr á sviði knattleikni, stundvísi og ekki hvað síst háttvísi, bæði á æfingum og í keppni. Síðast en ekki síst hafa 365 miðlar og KSÍ áform um nýja fjármögnunarleið fyrir íþróttafélög þar sem þeim mun gefast kostur á að taka að sér sölu áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 gegn því að allt að 10 til 30% af sölutekjunum renni til viðkomandi félags á þriggja ára tímabili. Að mati samningsaðila er þetta sérstaklega mikilvægt á tímum eins og þessum þegar að þrengt hefur að í íslensku viðskiptalífi sem hefur í minni mæli verið aflögufært til stuðnings íslenskri knattspyrnu.
Íslenski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Sjá meira