Stöð 2 Sport og KSÍ undirrita viðamikinn samstarfssamning 1. júní 2010 13:30 Stöð 2 og KSÍ hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem m.a. er ætlað að stórauka stuðning og umfjöllun um fóboltaiðkun æskunnar. Í samningnum felst m.a. að Stöð 2 Sport skuldbindur sig til a.m.k. 35 beinna útsendinga frá leikjum í Pepsi-deild karla, 5 leikja í Visa-bikarkeppni karla, útsendinga frá útileikjum A - landsliðs karla og vináttulandsleikjum þess á Íslandi. Þessi tímamótasamningur, sem er til tveggja ára, var undirritaður á blaðamannafundi fyrr í dag af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Einn allra mikilvægasti liðurinn í samkomulaginu er að Stöð 2 Sport fjallar í stórauknum mæli um fótboltaiðkun yngri flokka. Verður það m.a. gert með ítarlegri umfjöllun um sumarmótin vinsælu, sem Stöð 2 Sport hefur þegar gert góð skil í sérstökum þáttum undanfarin sumur. Að auki verða framleiddir og sýndir með reglubundnum hætti á Stöð 2 Sport vandaðir og skemmtilegir þættir um fóltboltaiðkun ungs fólks og munu sportstöðvar Stöðvar 2 einnig taka að sér framleiðslu og sýningar á kennslumyndböndum í boltatækni. Í tilefni samningsins segir Geir Þorsteinsson formaður KSÍ: "Stöð 2 Sport hefur til margra ára sýnt frá íslenskri knattspyrnu í góðu samstarfi við KSÍ og það er ánægjulegt að með samningi þessum munu útsendingar frá íslenskri knattspyrnu enn aukast sem og þáttagerð um knattspyrnu fyrir yngstu iðkendur. Það er von KSÍ að þessi samningur auki enn á vinsældir knattspyrnunnar á Íslandi." Ari lýsti jafnframt yfir ánægju sinni fyrir hönd 365 miðla með það að þetta víðtæka samkomulag sé nú í höfn: „Aukin þáttagerð tengd iðkun ungmenna er liður í áherslubeytingum á Sportstöðvunum þar sem meiri áhersla er lögð á fjölskylduefni samhliða útsendingum frá stærstu íþróttaviðburðum hér á landi og um heim allan. Okkur rennur líka blóðið til skyldunnar því að niðurstöður nýlegrar könnunar sýna fram á að Sportstöðvarnar höfða meira til fjölskyldna en við gerðum okkur grein fyrir. Sama könnun leiddi í ljós að það er vöntun á því efni sem við erum að leggja meiri áherslu á. Það má því segja að leiðir okkar og KSÍ liggja saman að því markmiði að bæta úr þessu." Stöð 2 Sport hefur undanfarin ár fjallað af myndarskap um keppni í efstu deild karla og sýnt beint frá fjölda leikja við góðar undirtektir áskrifenda. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport mun gera enn betur við íslenska knattpsyrnu í efstu deild. Með tilkomu samningsins mun Stöð 2 Sport nú að auki sýna beint frá 5 leikjum í bikarkeppni á hverju samningsári og til viðbótar við beinar útsendingar frá öllum helstu útileikjum A-landsliðs karla mun Stöð 2 Sport eftirleiðis sýna beint frá mikilvægum vináttulandsleikjum liðsins sem fram fara á heimavelli. Þessu til viðbótar felst í samningnum að 365 miðlar munu afhenda KSÍ á hverju samningsári hundruð áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Þessar áskriftir hyggst KSÍ nýta til hvatningar og frekari uppbyggingar handa fótboltaæsku landsins með því að útdeila áskriftum með markvissum hætti til ungra fótboltaiðkenda sem skarað hafa fram úr á sviði knattleikni, stundvísi og ekki hvað síst háttvísi, bæði á æfingum og í keppni. Síðast en ekki síst hafa 365 miðlar og KSÍ áform um nýja fjármögnunarleið fyrir íþróttafélög þar sem þeim mun gefast kostur á að taka að sér sölu áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 gegn því að allt að 10 til 30% af sölutekjunum renni til viðkomandi félags á þriggja ára tímabili. Að mati samningsaðila er þetta sérstaklega mikilvægt á tímum eins og þessum þegar að þrengt hefur að í íslensku viðskiptalífi sem hefur í minni mæli verið aflögufært til stuðnings íslenskri knattspyrnu. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Stöð 2 og KSÍ hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem m.a. er ætlað að stórauka stuðning og umfjöllun um fóboltaiðkun æskunnar. Í samningnum felst m.a. að Stöð 2 Sport skuldbindur sig til a.m.k. 35 beinna útsendinga frá leikjum í Pepsi-deild karla, 5 leikja í Visa-bikarkeppni karla, útsendinga frá útileikjum A - landsliðs karla og vináttulandsleikjum þess á Íslandi. Þessi tímamótasamningur, sem er til tveggja ára, var undirritaður á blaðamannafundi fyrr í dag af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Einn allra mikilvægasti liðurinn í samkomulaginu er að Stöð 2 Sport fjallar í stórauknum mæli um fótboltaiðkun yngri flokka. Verður það m.a. gert með ítarlegri umfjöllun um sumarmótin vinsælu, sem Stöð 2 Sport hefur þegar gert góð skil í sérstökum þáttum undanfarin sumur. Að auki verða framleiddir og sýndir með reglubundnum hætti á Stöð 2 Sport vandaðir og skemmtilegir þættir um fóltboltaiðkun ungs fólks og munu sportstöðvar Stöðvar 2 einnig taka að sér framleiðslu og sýningar á kennslumyndböndum í boltatækni. Í tilefni samningsins segir Geir Þorsteinsson formaður KSÍ: "Stöð 2 Sport hefur til margra ára sýnt frá íslenskri knattspyrnu í góðu samstarfi við KSÍ og það er ánægjulegt að með samningi þessum munu útsendingar frá íslenskri knattspyrnu enn aukast sem og þáttagerð um knattspyrnu fyrir yngstu iðkendur. Það er von KSÍ að þessi samningur auki enn á vinsældir knattspyrnunnar á Íslandi." Ari lýsti jafnframt yfir ánægju sinni fyrir hönd 365 miðla með það að þetta víðtæka samkomulag sé nú í höfn: „Aukin þáttagerð tengd iðkun ungmenna er liður í áherslubeytingum á Sportstöðvunum þar sem meiri áhersla er lögð á fjölskylduefni samhliða útsendingum frá stærstu íþróttaviðburðum hér á landi og um heim allan. Okkur rennur líka blóðið til skyldunnar því að niðurstöður nýlegrar könnunar sýna fram á að Sportstöðvarnar höfða meira til fjölskyldna en við gerðum okkur grein fyrir. Sama könnun leiddi í ljós að það er vöntun á því efni sem við erum að leggja meiri áherslu á. Það má því segja að leiðir okkar og KSÍ liggja saman að því markmiði að bæta úr þessu." Stöð 2 Sport hefur undanfarin ár fjallað af myndarskap um keppni í efstu deild karla og sýnt beint frá fjölda leikja við góðar undirtektir áskrifenda. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport mun gera enn betur við íslenska knattpsyrnu í efstu deild. Með tilkomu samningsins mun Stöð 2 Sport nú að auki sýna beint frá 5 leikjum í bikarkeppni á hverju samningsári og til viðbótar við beinar útsendingar frá öllum helstu útileikjum A-landsliðs karla mun Stöð 2 Sport eftirleiðis sýna beint frá mikilvægum vináttulandsleikjum liðsins sem fram fara á heimavelli. Þessu til viðbótar felst í samningnum að 365 miðlar munu afhenda KSÍ á hverju samningsári hundruð áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Þessar áskriftir hyggst KSÍ nýta til hvatningar og frekari uppbyggingar handa fótboltaæsku landsins með því að útdeila áskriftum með markvissum hætti til ungra fótboltaiðkenda sem skarað hafa fram úr á sviði knattleikni, stundvísi og ekki hvað síst háttvísi, bæði á æfingum og í keppni. Síðast en ekki síst hafa 365 miðlar og KSÍ áform um nýja fjármögnunarleið fyrir íþróttafélög þar sem þeim mun gefast kostur á að taka að sér sölu áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 gegn því að allt að 10 til 30% af sölutekjunum renni til viðkomandi félags á þriggja ára tímabili. Að mati samningsaðila er þetta sérstaklega mikilvægt á tímum eins og þessum þegar að þrengt hefur að í íslensku viðskiptalífi sem hefur í minni mæli verið aflögufært til stuðnings íslenskri knattspyrnu.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð