Almannavörnum tilkynnt um landris í Krýsuvík Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2009 18:41 Landris mælist nú við Kleifarvatn og er talið að kvika geti verið að byggja upp þrýsting á litlu dýpi í eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Jarðvísindamenn hafa upplýst Almannavarnir og lögregluyfirvöld um stöðuna og mælt með því að sérstök aðgæsla verði höfð með svæðinu vegna hættu á lífshættulegum gufusprengingum.Samfara aukinni jarðskjálftavirkni hefur land við Krýsuvík verið að rísa í um það bil eitt ár. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir að landris mælist nú um þrír sentímetrar á svæði sem er nokkrir kílómetrar í þvermál. Miðjan er í miðju eldstöðvakerfi Krýsuvíkur, skammt frá jarðhitasvæðinu sem ferðamenn heimsækja við suðurenda Kleifarvatns.Freysteinn telur landrisið stafa af þrýstiaukningu í jarðskorpunni á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Tvennt geti skýrt þetta; hægfara innstreymi kviku undir Krýsuvík eða breyting í jarðhitakerfinu, sem af einhverjum orsökum byggi upp þrýsting þar.Vísindamenn hafa tilkynnt Almannavörnum um þróun mála og hafa lögregluyfirvöld á svæðinu einnig verið upplýst um atburðarásina. Á þessu stigi ráðleggur Freysteinn þó eingöngu að fylgst verði enn betur með svæðinu en hann telur ekki líkur á eldgosi. Ef þetta séu kvikuhreyfingar séu þær hægfara kvikuinnskot.Freysteinn rifjar hins vegar upp atburð sem varð í Krýsuvík fyrir tíu árum þegar geysiöflug gufusprenging varð við hverasvæðið í Krýsuvík. Þá hafi verið mikil mildi að fólk var ekki nærri. Hann mælir með aðgæslu en telur ekki ástæðu til að banna umferð um svæðið. Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Landris mælist nú við Kleifarvatn og er talið að kvika geti verið að byggja upp þrýsting á litlu dýpi í eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Jarðvísindamenn hafa upplýst Almannavarnir og lögregluyfirvöld um stöðuna og mælt með því að sérstök aðgæsla verði höfð með svæðinu vegna hættu á lífshættulegum gufusprengingum.Samfara aukinni jarðskjálftavirkni hefur land við Krýsuvík verið að rísa í um það bil eitt ár. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir að landris mælist nú um þrír sentímetrar á svæði sem er nokkrir kílómetrar í þvermál. Miðjan er í miðju eldstöðvakerfi Krýsuvíkur, skammt frá jarðhitasvæðinu sem ferðamenn heimsækja við suðurenda Kleifarvatns.Freysteinn telur landrisið stafa af þrýstiaukningu í jarðskorpunni á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Tvennt geti skýrt þetta; hægfara innstreymi kviku undir Krýsuvík eða breyting í jarðhitakerfinu, sem af einhverjum orsökum byggi upp þrýsting þar.Vísindamenn hafa tilkynnt Almannavörnum um þróun mála og hafa lögregluyfirvöld á svæðinu einnig verið upplýst um atburðarásina. Á þessu stigi ráðleggur Freysteinn þó eingöngu að fylgst verði enn betur með svæðinu en hann telur ekki líkur á eldgosi. Ef þetta séu kvikuhreyfingar séu þær hægfara kvikuinnskot.Freysteinn rifjar hins vegar upp atburð sem varð í Krýsuvík fyrir tíu árum þegar geysiöflug gufusprenging varð við hverasvæðið í Krýsuvík. Þá hafi verið mikil mildi að fólk var ekki nærri. Hann mælir með aðgæslu en telur ekki ástæðu til að banna umferð um svæðið.
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira