Erlent

Heimili Bruce Lee verður ferðamannastaður

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lee á hátindi ferils síns.
Lee á hátindi ferils síns.

Yfirvöld í Hong Kong samþykktu í gær tillögu auðjöfurs nokkurs sem boðist hefur til að standa straum af kostnaði við að breyta heimili bardagalistastjörnunnar Bruce Lee í ferðamannastað.

Lee átti gríðarstórt einbýlishús á tveimur hæðum í Hong Kong sem til stóð að breyta í ódýrt hótel, aðdáendum hans til mikillar skelfingar. Af því verður þó ekki og verður húsið nú að eins konar safni til minningar um goðsögnina, en Bruce Lee lést árið 1973.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.