Íslenski boltinn

Auðun: Ánægður með að fá stig

Ellert Scheving skrifar
Auðun Helgason í leik gegn ÍBV fyrr í sumar.
Auðun Helgason í leik gegn ÍBV fyrr í sumar. Mynd/Daníel

Auðun Helgason átti flottann leik í vörn Frammara og var nokkuð ánægður með leik sinna manna í kvöld.

„Ég er mjög ánægður með að fá stig út úr þessum leik, heði að sjálfsögðu viljað taka þrjú en ánægður með að taka eitt stig."

Auðun sagði að hann hefði alltaf búist við að takka öll stigin hér þrátt fyrir erfiðan útivöll.

„Við erum búnir að vera á flottri siglingu undanfarið og þess vegna hélt ég að við tækjum þrjú stig út úr þessum leik og við vorum grátlega nálægt því á köflum en við nýttum ekki færin og förum því með eitt stig úr þessum leik."

Fram hefur verið í stífu leikja-prógrammi undanfarið sökum Evrópukeppnarinnar og því var von á að þreyta myndi setja strik í reikninginn hjá þeim í kvöld en Auðun sagði enga þreytu vera í hópnum.

„Það er engin þreyta við erum búnir að vera spila tvo leiki á viku í nánast fjórar vikur í röð, það hentar okur vel , við erum komnir í gott stand og þrusu leikform."

Að lokum sagði Auðun Frammarar myndu skoða stigatöfluna í lok móts. „Við erum um miðja deild núna og við munum einbeita okkur að því að spila einn leik í einu og við munum eibeita okkur að stigatöflunni í lok móts."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×