Feeney grunaður um morð í Írak Andri Ólafsson skrifar 13. júní 2009 12:02 Donald Feeney í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 1993. MYND/BRYNJAR GAUTI SVEINSSON Donald Feeney, sem sat í fangelsi á Íslandi fyrir barnsrán, er grunaður um aðild að hrottalegu morði á græna svæðinu í Bagdad. Feeney var handtekinn í síðustu viku ásamt syni sínum en þeir gætu orðið fyrstu bandaríksu verktakarnir sem sóttir verða til saka í Írak. Donald Feeney var mikið í fréttum snemma á tíunda áratugnum eftir að hann tók að sér að ræna tveimur stúlkum frá Íslandi í flóknu forræðismáli. Feeney var dæmdur í eins árs fangelsi en æsilegur flótti hans úr fangelsinu sem endaði í Vestmannaeyjum vakti mikla athygli á sínum tíma. Feeney hefur um langt skeið rekið öryggisfyrirtækið Corparate Training Unlimted sem starfar meðal annars í Írak. Snemma í júní voru Feeney, sonur hans og þrír bandaríkjamenn til viðbótar handteknir í Bagdad grunaðir um aðild að morðinu á James Kitterman sem fannst látinn í bíl í miðborg Bagdad 22. maí sl. Hann hafði verið stunginn til bana og var bundinn á höndum og fótum. Kitterman var sextugur Texasbúi og eigandi verktakafyrirtækis sem starfar í Írak. Bandaríkskar og íraskar sveitir handtóku Feeney og félaga og eru þeir nú í haldi írösku lögreglunnar. Málið hefur hlotið mikla athygli af þeim sökum að Feeney og félagar verða að öllum líkindum fyrstu bandarísku verktakarnir sem sóttir eru til saka í Írak eftir að Bandaríkjamenn réðust inn í landið. Bandarískir verktakar nutu lengi friðhelgi í landinu en henni var aflétt með lagabreytingu. CNN hefur efftir heimildarmönnum sínum í Írak að Feeney haldi fram sakleysi sínu og félaga sinna við yfirheyrslur. Þó eru taldar miklar líkur á að ákæra verði gefin út á hendur honum og að málið fari fyrir dóm. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Donald Feeney, sem sat í fangelsi á Íslandi fyrir barnsrán, er grunaður um aðild að hrottalegu morði á græna svæðinu í Bagdad. Feeney var handtekinn í síðustu viku ásamt syni sínum en þeir gætu orðið fyrstu bandaríksu verktakarnir sem sóttir verða til saka í Írak. Donald Feeney var mikið í fréttum snemma á tíunda áratugnum eftir að hann tók að sér að ræna tveimur stúlkum frá Íslandi í flóknu forræðismáli. Feeney var dæmdur í eins árs fangelsi en æsilegur flótti hans úr fangelsinu sem endaði í Vestmannaeyjum vakti mikla athygli á sínum tíma. Feeney hefur um langt skeið rekið öryggisfyrirtækið Corparate Training Unlimted sem starfar meðal annars í Írak. Snemma í júní voru Feeney, sonur hans og þrír bandaríkjamenn til viðbótar handteknir í Bagdad grunaðir um aðild að morðinu á James Kitterman sem fannst látinn í bíl í miðborg Bagdad 22. maí sl. Hann hafði verið stunginn til bana og var bundinn á höndum og fótum. Kitterman var sextugur Texasbúi og eigandi verktakafyrirtækis sem starfar í Írak. Bandaríkskar og íraskar sveitir handtóku Feeney og félaga og eru þeir nú í haldi írösku lögreglunnar. Málið hefur hlotið mikla athygli af þeim sökum að Feeney og félagar verða að öllum líkindum fyrstu bandarísku verktakarnir sem sóttir eru til saka í Írak eftir að Bandaríkjamenn réðust inn í landið. Bandarískir verktakar nutu lengi friðhelgi í landinu en henni var aflétt með lagabreytingu. CNN hefur efftir heimildarmönnum sínum í Írak að Feeney haldi fram sakleysi sínu og félaga sinna við yfirheyrslur. Þó eru taldar miklar líkur á að ákæra verði gefin út á hendur honum og að málið fari fyrir dóm.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira