Ragnar áður neyddur í fíkniefnasmygl Andri Ólafsson. skrifar 8. maí 2009 18:38 Handtaka Ragnars Erlings Hermannssonar í Brasilíu í síðustu viku á rætur sínar að rekja til mislukkaðrar smygltilraunar Ragnars á fíkniefnum frá Danmörku til Íslands fyrir tveimur mánuðum. Það reyndist honum dýrkeypt því í staðinn var honum gert að sækja fíkniefni til Brasilíu þar sem hann situr nú í fangelsi.Ragnar hefur sagt lögreglunni í Brasilíu að hann hafi verið þvingaður til að sækja kókaín til Brasilíu af íslenskum eiturlyfjasölum sem hann skuldaði peninga. Ragnar gekk meira segja svo langt að segja að hann yrði drepinn færi hann ekki í ferðinaSamkvæmt heimildum fréttastofu er þetta önnur smyglferðin sem lánadrottnar Ragnars hafa sent hann í. Fyrir tveim mánuðum síðan var Ragnar sendur til Kaupmannahafnar en þar átti hann að sækja tösku fulla af fíkniefnum og koma með til Íslands. Ef smyglið myndi heppnast yrði skuld hans við íslenska fíkniefnasala afskrifuð.Ragnar sótti efnin og gerði sig tilbúin til að fara með þau til Íslands. Á síðustu stundu ákvað hann hins vegar að láta ekki verða af ferðinni. Hann fór þess í stað með fíkniefnin til systur sinnar sem býr í Kaupmannahöfn og skildi þau eftir þar.Því næst flaug hann heim til íslands og á fund lánadrottna sinna. Þar útskýrði hann fyrir þeim að hann hefði guggnað á ögurstundu og þeir yrðu að finna annað burðardýr.Fíkniefnasalarnir sendu þá mann til systur Ragnars til að sækja fíkniefnin. Sá maður kom hins vegar of seint. Systir Ragnars hafði rétt áður farið með fíkniefnin til lögreglunnar í Kaupmannahöfn af ótta við að hún sjálf yrði bendluð við málið.Ragnar sat þá eftir í súpunni. Einföld smyglferð frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur dugði ekki lengur til að greiða þá skuld sem hann var nú kominn í við fíkniefnasalana. Þeir kynntu honum því nýja afarkosti. Rangar skyldi halda til Brasilíu og sækja þar kókaín og koma því til Malaga á Spáni. Ragnar féllst á þetta enda óttaðist hann afleiðingarnar af því að standa í hárinu á mönnunum sem hann skuldaði.Eftirmálin eru alkunn. Ragnar situr í alræmdu fangelsi í Brasilíu og hans bíður þungur dómur.En ekkert bólar á handtökum þeirra sem virðast hafa skipulagt og fjármagnað smyglið afdrifaríka. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Handtaka Ragnars Erlings Hermannssonar í Brasilíu í síðustu viku á rætur sínar að rekja til mislukkaðrar smygltilraunar Ragnars á fíkniefnum frá Danmörku til Íslands fyrir tveimur mánuðum. Það reyndist honum dýrkeypt því í staðinn var honum gert að sækja fíkniefni til Brasilíu þar sem hann situr nú í fangelsi.Ragnar hefur sagt lögreglunni í Brasilíu að hann hafi verið þvingaður til að sækja kókaín til Brasilíu af íslenskum eiturlyfjasölum sem hann skuldaði peninga. Ragnar gekk meira segja svo langt að segja að hann yrði drepinn færi hann ekki í ferðinaSamkvæmt heimildum fréttastofu er þetta önnur smyglferðin sem lánadrottnar Ragnars hafa sent hann í. Fyrir tveim mánuðum síðan var Ragnar sendur til Kaupmannahafnar en þar átti hann að sækja tösku fulla af fíkniefnum og koma með til Íslands. Ef smyglið myndi heppnast yrði skuld hans við íslenska fíkniefnasala afskrifuð.Ragnar sótti efnin og gerði sig tilbúin til að fara með þau til Íslands. Á síðustu stundu ákvað hann hins vegar að láta ekki verða af ferðinni. Hann fór þess í stað með fíkniefnin til systur sinnar sem býr í Kaupmannahöfn og skildi þau eftir þar.Því næst flaug hann heim til íslands og á fund lánadrottna sinna. Þar útskýrði hann fyrir þeim að hann hefði guggnað á ögurstundu og þeir yrðu að finna annað burðardýr.Fíkniefnasalarnir sendu þá mann til systur Ragnars til að sækja fíkniefnin. Sá maður kom hins vegar of seint. Systir Ragnars hafði rétt áður farið með fíkniefnin til lögreglunnar í Kaupmannahöfn af ótta við að hún sjálf yrði bendluð við málið.Ragnar sat þá eftir í súpunni. Einföld smyglferð frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur dugði ekki lengur til að greiða þá skuld sem hann var nú kominn í við fíkniefnasalana. Þeir kynntu honum því nýja afarkosti. Rangar skyldi halda til Brasilíu og sækja þar kókaín og koma því til Malaga á Spáni. Ragnar féllst á þetta enda óttaðist hann afleiðingarnar af því að standa í hárinu á mönnunum sem hann skuldaði.Eftirmálin eru alkunn. Ragnar situr í alræmdu fangelsi í Brasilíu og hans bíður þungur dómur.En ekkert bólar á handtökum þeirra sem virðast hafa skipulagt og fjármagnað smyglið afdrifaríka.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent