Ragnar áður neyddur í fíkniefnasmygl Andri Ólafsson. skrifar 8. maí 2009 18:38 Handtaka Ragnars Erlings Hermannssonar í Brasilíu í síðustu viku á rætur sínar að rekja til mislukkaðrar smygltilraunar Ragnars á fíkniefnum frá Danmörku til Íslands fyrir tveimur mánuðum. Það reyndist honum dýrkeypt því í staðinn var honum gert að sækja fíkniefni til Brasilíu þar sem hann situr nú í fangelsi.Ragnar hefur sagt lögreglunni í Brasilíu að hann hafi verið þvingaður til að sækja kókaín til Brasilíu af íslenskum eiturlyfjasölum sem hann skuldaði peninga. Ragnar gekk meira segja svo langt að segja að hann yrði drepinn færi hann ekki í ferðinaSamkvæmt heimildum fréttastofu er þetta önnur smyglferðin sem lánadrottnar Ragnars hafa sent hann í. Fyrir tveim mánuðum síðan var Ragnar sendur til Kaupmannahafnar en þar átti hann að sækja tösku fulla af fíkniefnum og koma með til Íslands. Ef smyglið myndi heppnast yrði skuld hans við íslenska fíkniefnasala afskrifuð.Ragnar sótti efnin og gerði sig tilbúin til að fara með þau til Íslands. Á síðustu stundu ákvað hann hins vegar að láta ekki verða af ferðinni. Hann fór þess í stað með fíkniefnin til systur sinnar sem býr í Kaupmannahöfn og skildi þau eftir þar.Því næst flaug hann heim til íslands og á fund lánadrottna sinna. Þar útskýrði hann fyrir þeim að hann hefði guggnað á ögurstundu og þeir yrðu að finna annað burðardýr.Fíkniefnasalarnir sendu þá mann til systur Ragnars til að sækja fíkniefnin. Sá maður kom hins vegar of seint. Systir Ragnars hafði rétt áður farið með fíkniefnin til lögreglunnar í Kaupmannahöfn af ótta við að hún sjálf yrði bendluð við málið.Ragnar sat þá eftir í súpunni. Einföld smyglferð frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur dugði ekki lengur til að greiða þá skuld sem hann var nú kominn í við fíkniefnasalana. Þeir kynntu honum því nýja afarkosti. Rangar skyldi halda til Brasilíu og sækja þar kókaín og koma því til Malaga á Spáni. Ragnar féllst á þetta enda óttaðist hann afleiðingarnar af því að standa í hárinu á mönnunum sem hann skuldaði.Eftirmálin eru alkunn. Ragnar situr í alræmdu fangelsi í Brasilíu og hans bíður þungur dómur.En ekkert bólar á handtökum þeirra sem virðast hafa skipulagt og fjármagnað smyglið afdrifaríka. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira
Handtaka Ragnars Erlings Hermannssonar í Brasilíu í síðustu viku á rætur sínar að rekja til mislukkaðrar smygltilraunar Ragnars á fíkniefnum frá Danmörku til Íslands fyrir tveimur mánuðum. Það reyndist honum dýrkeypt því í staðinn var honum gert að sækja fíkniefni til Brasilíu þar sem hann situr nú í fangelsi.Ragnar hefur sagt lögreglunni í Brasilíu að hann hafi verið þvingaður til að sækja kókaín til Brasilíu af íslenskum eiturlyfjasölum sem hann skuldaði peninga. Ragnar gekk meira segja svo langt að segja að hann yrði drepinn færi hann ekki í ferðinaSamkvæmt heimildum fréttastofu er þetta önnur smyglferðin sem lánadrottnar Ragnars hafa sent hann í. Fyrir tveim mánuðum síðan var Ragnar sendur til Kaupmannahafnar en þar átti hann að sækja tösku fulla af fíkniefnum og koma með til Íslands. Ef smyglið myndi heppnast yrði skuld hans við íslenska fíkniefnasala afskrifuð.Ragnar sótti efnin og gerði sig tilbúin til að fara með þau til Íslands. Á síðustu stundu ákvað hann hins vegar að láta ekki verða af ferðinni. Hann fór þess í stað með fíkniefnin til systur sinnar sem býr í Kaupmannahöfn og skildi þau eftir þar.Því næst flaug hann heim til íslands og á fund lánadrottna sinna. Þar útskýrði hann fyrir þeim að hann hefði guggnað á ögurstundu og þeir yrðu að finna annað burðardýr.Fíkniefnasalarnir sendu þá mann til systur Ragnars til að sækja fíkniefnin. Sá maður kom hins vegar of seint. Systir Ragnars hafði rétt áður farið með fíkniefnin til lögreglunnar í Kaupmannahöfn af ótta við að hún sjálf yrði bendluð við málið.Ragnar sat þá eftir í súpunni. Einföld smyglferð frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur dugði ekki lengur til að greiða þá skuld sem hann var nú kominn í við fíkniefnasalana. Þeir kynntu honum því nýja afarkosti. Rangar skyldi halda til Brasilíu og sækja þar kókaín og koma því til Malaga á Spáni. Ragnar féllst á þetta enda óttaðist hann afleiðingarnar af því að standa í hárinu á mönnunum sem hann skuldaði.Eftirmálin eru alkunn. Ragnar situr í alræmdu fangelsi í Brasilíu og hans bíður þungur dómur.En ekkert bólar á handtökum þeirra sem virðast hafa skipulagt og fjármagnað smyglið afdrifaríka.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira