Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför.
Samkvæmt fréttavef RÚV þá mun Lögregla hafa handtekið tvo eða þrjá karlmenn á Djúpavogi í gær en þeir komu þangað fyrir nokkrum dögum með hraðskreiðan gúmmíbát og náðu samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV í mikið magn fíkniefna um borð í skútu sem nú er stödd austan við landið.
Engin svör hafa fengist um málið hjá yfirvöldum en yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagði yfirlýsingar að vænta síðar í dag.