Erlent

Skaut verðandi eiginkonu sína til bana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Winter Springs í Flórída.
Winter Springs í Flórída.

Brúðgumi í Winter Springs í Flórída skaut verðandi eiginkonu sína til bana daginn fyrir brúðkaup þeirra í þeirri trú að hún væri innbrotsþjófur. Brúðguminn, John Tabutt, er 62 ára gamall. Hann var á leiðinni upp að altarinu á laugardaginn en aðfaranótt föstudags taldi hann sig heyra í innbrotsþjófi í íbúð sinni. Hann vissi ekki betur en heitkonan lægi í rúminu við hlið sér og læddist fram með skammbyssu í hendi. Þegar hann sá mannveru á ganginum hleypti hann umsvifalaust af en áttaði sig á mistökunum þegar hann hafði kveikt ljósið. Yfirlögregluþjónninn í Winter Springs segir að allt bendi til þess að um hörmulegt slys hafi verið að ræða og framburður ættingja gefi ekki vísbendingu um annað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×