Erlent

Stjórnvöld skera upp herör gegn Nígeríubréfum

Nígeríubréf. Svindlbréf frá Nígeríu hafa oft ratað hingað til lands. Yfirleitt er fólki lofað gull og grænir skógar í staðinn fyrir smá viðvik sem reynist hins vegar vera svik.
Nígeríubréf. Svindlbréf frá Nígeríu hafa oft ratað hingað til lands. Yfirleitt er fólki lofað gull og grænir skógar í staðinn fyrir smá viðvik sem reynist hins vegar vera svik.

Yfirvöld í Nígeríu hafa skorið upp herör í baráttunni gegn netsvindli – svokölluðum Nígeríubréfum – sem streymt hafa frá landinu síðustu ár.

Lögregluyfirvöld í Nígeríu segjast þegar hafa lokað þúsund vefsíðum sem geyma slíka bréf og handtekið átján manns.

Aðgerðin, sem gengur undir nafninu Aðgerð Arnarkló, er nýhafin og búist er við að hún verði komin á fullt á næsta ári. Líklegt þykir að mun fleiri verði handteknir.

Fullvíst er talið er að þeir sem standa að baki bréfunum hafi haft margar milljónir dollara upp úr krafsinu.

Aðgerðin er að sögn Farida Waziri, formanni nefndar gegn viðskipta- og efnahagsglæpum, ekki einungis hugsuð til að koma í veg fyrir netglæpi heldur einnig til að reyna að endurvekja orðspor Nígeríu sem hafi orðið illa úti vegna Nígeríubréfanna.

„Aðgerðin mun koma Nígeríu af lista yfir þau lönd þar sem mest netsvindl er stundað,“ sagði Waziri.

Hún segir yfirvöld í Nígeríu starfa með tölvurisanum Microsoft til að uppræta bréfin og býst við að hægt verði að stöðva allt að fimm þúsund ný svindlbréf í hverjum mánuði. Þá býst hún við að senda yfir 230 þúsundir tölvupósta í hverjum mánuði þar sem varað verður við Nígeríubréfunum. - kh

d



Fleiri fréttir

Sjá meira


×