Kristján Guðmundsson: Vitum af veikleikum í varnarleik FH-liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2009 22:17 Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkurliðsins. Mynd/Anton „Við vorum feykilega góðir allan tímann þar sem við erum ellefu inn á vellinum. Við náðum þessum markmiði okkar sem var að skora fyrsta markið í leiknum," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir 3-1 sigur á FH í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Keflavík skoraði eina mark fyrri hálfleiks og komst síðan í 3-0 með tveimur mörkum á fyrstu þrettán mínútum seinni hálfleiks. „Byrjunin í seinni hálfleik var síðan stórkostleg en svo var Jói óheppinn að missa fótanna og vera rekinn útaf með sitt annað gula spjald. Þá varð þetta erfitt á móti jafnsterku liði og FH en okkur tókst að klára þetta þótt að við þyrftum að spila manni færri í 35 mínútur," sagði Kristján. Kristján tók Alen Sutej út úr miðverðinum fyrir Harald Guðmundsson sem lék sinn fyrsta leik með liðinu. „Það að brjóta upp hafsentapar er alltaf gagnrýnisvert en Alen hefur spilað bakvörð og er alinn upp sem bakvörður þannig að hann átti auðveldara með það að spila í bakverðinum. Hann er líka hraðari leikmaður en Haraldur. Við tókum þessa ákvörðun og það gekk upp," sagði Kristján. Símun Samuelsen átti stórkostlegan leik í kvöld, skoraði tvö mörk og átti risaþátt í því þriðja. „Símun hefur verið vaxa í síðustu leikjum og spilað betur og betur. Hann er að springa út og spilaði feykilega vel í kvöld. Þetta eru fyrstu mörkin hans í sumar sem er alveg með ólíkindum," sagði Kristján en hver er galdurinn á bak við að hafa svona gott tak á FH-liðinu. „Við vitum af veikleikum í varnarleik FH-liðsins og sjálfsögðu reynum við að höggva þar. Það er bara að trúa því að það sé hægt að vinna þá og ætla sér það. Það þarf að ætla sér hlutina til þess að þeir gangi upp. Við gírum okkur upp í það að vera jafngóðir og svo bara betri en þeir í þeim leikjum sem við spilum við þá. Það er bara fínt og nú þurfum við að halda því áfram í öllum leikjum sem við spilum," sagði Kristján. Íslenski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
„Við vorum feykilega góðir allan tímann þar sem við erum ellefu inn á vellinum. Við náðum þessum markmiði okkar sem var að skora fyrsta markið í leiknum," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir 3-1 sigur á FH í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Keflavík skoraði eina mark fyrri hálfleiks og komst síðan í 3-0 með tveimur mörkum á fyrstu þrettán mínútum seinni hálfleiks. „Byrjunin í seinni hálfleik var síðan stórkostleg en svo var Jói óheppinn að missa fótanna og vera rekinn útaf með sitt annað gula spjald. Þá varð þetta erfitt á móti jafnsterku liði og FH en okkur tókst að klára þetta þótt að við þyrftum að spila manni færri í 35 mínútur," sagði Kristján. Kristján tók Alen Sutej út úr miðverðinum fyrir Harald Guðmundsson sem lék sinn fyrsta leik með liðinu. „Það að brjóta upp hafsentapar er alltaf gagnrýnisvert en Alen hefur spilað bakvörð og er alinn upp sem bakvörður þannig að hann átti auðveldara með það að spila í bakverðinum. Hann er líka hraðari leikmaður en Haraldur. Við tókum þessa ákvörðun og það gekk upp," sagði Kristján. Símun Samuelsen átti stórkostlegan leik í kvöld, skoraði tvö mörk og átti risaþátt í því þriðja. „Símun hefur verið vaxa í síðustu leikjum og spilað betur og betur. Hann er að springa út og spilaði feykilega vel í kvöld. Þetta eru fyrstu mörkin hans í sumar sem er alveg með ólíkindum," sagði Kristján en hver er galdurinn á bak við að hafa svona gott tak á FH-liðinu. „Við vitum af veikleikum í varnarleik FH-liðsins og sjálfsögðu reynum við að höggva þar. Það er bara að trúa því að það sé hægt að vinna þá og ætla sér það. Það þarf að ætla sér hlutina til þess að þeir gangi upp. Við gírum okkur upp í það að vera jafngóðir og svo bara betri en þeir í þeim leikjum sem við spilum við þá. Það er bara fínt og nú þurfum við að halda því áfram í öllum leikjum sem við spilum," sagði Kristján.
Íslenski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira