Erlent

Efnahagskreppan og atvinnuleysið mikilvægustu verkefnin

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra tók við embætti í dag. Mynd/ afp.
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra tók við embætti í dag. Mynd/ afp.
Efnahagskreppan og atvinnuleysið eru mikilvægustu verkefnin sem Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra þarf að fast við. Þetta sýna niðurstöður nýrrar Gallup könnunar.

Alls nefndu 47% svarenda þessi tvö mál í könnuninni, þar af nefndu 34% efnahagsmálin. Og Íhaldsflokkurinn tekur undir með kjósendum. "Ég er sammála Dönum í því að mikilvægasta verkefnið núna er að fast við efnahagskreppuna og ég held að Lars Løkke Rasmussen sé sama sinnis," segir stjórnmálaskýrandinn Henriette Kjær í samtali við Berlingske Tidende.

Stjórnarandstaðan er sammála um að kreppan sé mikilvægust en jafnaðarmenn telja einnig að niðurstöður skoðanakönnunarinnar bendi til að nýi forsætisráðherrann hafi ekki staðið sig nógu vel hingað til í að taka á málum, en Lars Løkke Rasmussen gegndi embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×