Umfjöllun: FH vann óverðskuldað í Eyjum Ellert Scheving skrifar 5. júlí 2009 18:41 Atli Guðnason skoraði fyrir FH í dag. Mynd/Stefán Eyjamenn tóku á móti FH í rokinu í Eyjum í dag. FH-ingar fóru með sigur af hólmi en naumt var það. Eyjamenn börðust til síðasta blóðdropa og hefðu með heppni hæglega getað unnið leikinn. Leikurinn byrjaði fjörlega og FH komst yfir eftir tíu mínútna leik. Atli Guðnason tók hornspyrnu sem fór í Tryggva Guðmundsson og í netið. Ljótt mark en þau gilda víst öll. Eyjamenn girtu sig í brók og jöfnuðu á 16. mínútu eftir laglega sókn. Arnór Eyvar Ólafsson vann boltann á miðjunni, lék honum út á kant á Ajay Smith sem renndi boltanum á Þórarinn Valdimarsson en hann sendi boltann fyrir beint á kollinn á Tonny Mawejje sem skallaði í netið. Leikurinn var afar skemmtilegur og hraður og bæði lið áttu góð færi en það var ekki fyrr en á 80. mínútu sem FH komst yfir. Atli Guðnason fékk boltann í teig Eyjamanna eftir þunga sókn og átti ekki í neinum vandræðum með að skora framhjá markverði Eyjamanna. Aftur neituðu leikmenn ÍBV að gefast upp og jöfnuðu á 87. mínútu en þar var að verki Ajay Smith. Matt Garner tók aukaspyrnu utan af kanti, spyrnan fór inn á teig þar sem mikil barátta var en boltinn endaði fyrir hægri löppinni á Ajay sem smellti tuðrunni í netið. Óverjandi fyrir Daða. Leikinn þurfti því að framlengja en í henni voru Eyjamenn mun hættulegri og sköpuðu sér fleiri færi en hetja FH í dag var Norðmaðurinn Alexander Söderlund. Söderlund hafði komið inn á sem varamaður áður og ekki komist í neitt samband við leikinn og var áberandi slakasti leikmaðurinn á vellinum. Sigurmarkið kom á 118. mínútu, eftir skyndisókn FH-inga rann boltinn fyrir Söderlund sem á einhvern óskiljanlegan hátt kom boltanum í netið. Leiktíminn rann út og FH vann afar óverðskuldaðan sigur á baráttuglöðu liði ÍBV - meistaraheppni? ÍBV-FH 2-3 0-1 Tryggvi Guðmundsson (11.) 1-1 Tonny Mawejje (16.) 1-2 Atli Guðnason (80.) 2-2 Ajay Smith (87.) 2-3 Alexander Söderlund (118.) Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: 630 Dómari: Örvar Sær Gíslason. Skot (á mark): 21-19 (10-8) Varin skot: Elías 5 - Daði 7 Horn: 7-12 Aukaspyrnur fengnar: 19-25 Rangstöður: 3-5ÍBV (4-5-1): Elías Fannar Stefnisson Christopher Clements Matt Garner Þórarinn Ingi Valdimarsson (70. Bjarni Rúnar Einarsson) Yngvi Borgþórsson Pétur Runólfsson Andrew Mwesigwa (52. Atli Guðjónsson) Tonny Mawejje Arnór Eyvar Ólafsson (84. Viðar Örn Kjartanson) Eiður Sigurbjörnsson Ajay Leitch SmithFH (4-3-3): Daði Lárusson Tommy Nielsen Freyr Bjarnason Ásgeir Gunnar Ásgeirsson Pétur Viðarsson Davíð Þór Viðarsson Tryggvi Guðmundsson Matthías Vilhjálmsson Atli Guðnason Guðmundur Sævarsson (56. Björn Daníel Sverrisson) (90.Hákon Hallfreðsson) Atli Viðar Björnsson (56. Alexander Söderlund) Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ajay Smith: Svöruðum gagnrýninni Hinn bráðefnilegi Ajay Smith átti frábæran leik í liði ÍBV í dag en var vonsvikinn í leikslok. ÍBV tapaði fyrir FH, 3-2, í framlengdum leik í bikarnum í dag. 5. júlí 2009 20:20 Davíð Þór: Lélegur leikur hjá okkur “Þetta var lélegur leikur hjá okkur í dag en á móti kemur að Eyjamenn spiluðu mjög vel í dag og voru alls ekkert lakari aðilinn í leiknum,” sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH-inga eftir leikinn við ÍBV í dag. FH vann, 3-2, í framlengdum leik í bikarkeppninni. 5. júlí 2009 20:45 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Sjá meira
Eyjamenn tóku á móti FH í rokinu í Eyjum í dag. FH-ingar fóru með sigur af hólmi en naumt var það. Eyjamenn börðust til síðasta blóðdropa og hefðu með heppni hæglega getað unnið leikinn. Leikurinn byrjaði fjörlega og FH komst yfir eftir tíu mínútna leik. Atli Guðnason tók hornspyrnu sem fór í Tryggva Guðmundsson og í netið. Ljótt mark en þau gilda víst öll. Eyjamenn girtu sig í brók og jöfnuðu á 16. mínútu eftir laglega sókn. Arnór Eyvar Ólafsson vann boltann á miðjunni, lék honum út á kant á Ajay Smith sem renndi boltanum á Þórarinn Valdimarsson en hann sendi boltann fyrir beint á kollinn á Tonny Mawejje sem skallaði í netið. Leikurinn var afar skemmtilegur og hraður og bæði lið áttu góð færi en það var ekki fyrr en á 80. mínútu sem FH komst yfir. Atli Guðnason fékk boltann í teig Eyjamanna eftir þunga sókn og átti ekki í neinum vandræðum með að skora framhjá markverði Eyjamanna. Aftur neituðu leikmenn ÍBV að gefast upp og jöfnuðu á 87. mínútu en þar var að verki Ajay Smith. Matt Garner tók aukaspyrnu utan af kanti, spyrnan fór inn á teig þar sem mikil barátta var en boltinn endaði fyrir hægri löppinni á Ajay sem smellti tuðrunni í netið. Óverjandi fyrir Daða. Leikinn þurfti því að framlengja en í henni voru Eyjamenn mun hættulegri og sköpuðu sér fleiri færi en hetja FH í dag var Norðmaðurinn Alexander Söderlund. Söderlund hafði komið inn á sem varamaður áður og ekki komist í neitt samband við leikinn og var áberandi slakasti leikmaðurinn á vellinum. Sigurmarkið kom á 118. mínútu, eftir skyndisókn FH-inga rann boltinn fyrir Söderlund sem á einhvern óskiljanlegan hátt kom boltanum í netið. Leiktíminn rann út og FH vann afar óverðskuldaðan sigur á baráttuglöðu liði ÍBV - meistaraheppni? ÍBV-FH 2-3 0-1 Tryggvi Guðmundsson (11.) 1-1 Tonny Mawejje (16.) 1-2 Atli Guðnason (80.) 2-2 Ajay Smith (87.) 2-3 Alexander Söderlund (118.) Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: 630 Dómari: Örvar Sær Gíslason. Skot (á mark): 21-19 (10-8) Varin skot: Elías 5 - Daði 7 Horn: 7-12 Aukaspyrnur fengnar: 19-25 Rangstöður: 3-5ÍBV (4-5-1): Elías Fannar Stefnisson Christopher Clements Matt Garner Þórarinn Ingi Valdimarsson (70. Bjarni Rúnar Einarsson) Yngvi Borgþórsson Pétur Runólfsson Andrew Mwesigwa (52. Atli Guðjónsson) Tonny Mawejje Arnór Eyvar Ólafsson (84. Viðar Örn Kjartanson) Eiður Sigurbjörnsson Ajay Leitch SmithFH (4-3-3): Daði Lárusson Tommy Nielsen Freyr Bjarnason Ásgeir Gunnar Ásgeirsson Pétur Viðarsson Davíð Þór Viðarsson Tryggvi Guðmundsson Matthías Vilhjálmsson Atli Guðnason Guðmundur Sævarsson (56. Björn Daníel Sverrisson) (90.Hákon Hallfreðsson) Atli Viðar Björnsson (56. Alexander Söderlund)
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ajay Smith: Svöruðum gagnrýninni Hinn bráðefnilegi Ajay Smith átti frábæran leik í liði ÍBV í dag en var vonsvikinn í leikslok. ÍBV tapaði fyrir FH, 3-2, í framlengdum leik í bikarnum í dag. 5. júlí 2009 20:20 Davíð Þór: Lélegur leikur hjá okkur “Þetta var lélegur leikur hjá okkur í dag en á móti kemur að Eyjamenn spiluðu mjög vel í dag og voru alls ekkert lakari aðilinn í leiknum,” sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH-inga eftir leikinn við ÍBV í dag. FH vann, 3-2, í framlengdum leik í bikarkeppninni. 5. júlí 2009 20:45 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Sjá meira
Ajay Smith: Svöruðum gagnrýninni Hinn bráðefnilegi Ajay Smith átti frábæran leik í liði ÍBV í dag en var vonsvikinn í leikslok. ÍBV tapaði fyrir FH, 3-2, í framlengdum leik í bikarnum í dag. 5. júlí 2009 20:20
Davíð Þór: Lélegur leikur hjá okkur “Þetta var lélegur leikur hjá okkur í dag en á móti kemur að Eyjamenn spiluðu mjög vel í dag og voru alls ekkert lakari aðilinn í leiknum,” sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH-inga eftir leikinn við ÍBV í dag. FH vann, 3-2, í framlengdum leik í bikarkeppninni. 5. júlí 2009 20:45