Umfjöllun: FH vann óverðskuldað í Eyjum Ellert Scheving skrifar 5. júlí 2009 18:41 Atli Guðnason skoraði fyrir FH í dag. Mynd/Stefán Eyjamenn tóku á móti FH í rokinu í Eyjum í dag. FH-ingar fóru með sigur af hólmi en naumt var það. Eyjamenn börðust til síðasta blóðdropa og hefðu með heppni hæglega getað unnið leikinn. Leikurinn byrjaði fjörlega og FH komst yfir eftir tíu mínútna leik. Atli Guðnason tók hornspyrnu sem fór í Tryggva Guðmundsson og í netið. Ljótt mark en þau gilda víst öll. Eyjamenn girtu sig í brók og jöfnuðu á 16. mínútu eftir laglega sókn. Arnór Eyvar Ólafsson vann boltann á miðjunni, lék honum út á kant á Ajay Smith sem renndi boltanum á Þórarinn Valdimarsson en hann sendi boltann fyrir beint á kollinn á Tonny Mawejje sem skallaði í netið. Leikurinn var afar skemmtilegur og hraður og bæði lið áttu góð færi en það var ekki fyrr en á 80. mínútu sem FH komst yfir. Atli Guðnason fékk boltann í teig Eyjamanna eftir þunga sókn og átti ekki í neinum vandræðum með að skora framhjá markverði Eyjamanna. Aftur neituðu leikmenn ÍBV að gefast upp og jöfnuðu á 87. mínútu en þar var að verki Ajay Smith. Matt Garner tók aukaspyrnu utan af kanti, spyrnan fór inn á teig þar sem mikil barátta var en boltinn endaði fyrir hægri löppinni á Ajay sem smellti tuðrunni í netið. Óverjandi fyrir Daða. Leikinn þurfti því að framlengja en í henni voru Eyjamenn mun hættulegri og sköpuðu sér fleiri færi en hetja FH í dag var Norðmaðurinn Alexander Söderlund. Söderlund hafði komið inn á sem varamaður áður og ekki komist í neitt samband við leikinn og var áberandi slakasti leikmaðurinn á vellinum. Sigurmarkið kom á 118. mínútu, eftir skyndisókn FH-inga rann boltinn fyrir Söderlund sem á einhvern óskiljanlegan hátt kom boltanum í netið. Leiktíminn rann út og FH vann afar óverðskuldaðan sigur á baráttuglöðu liði ÍBV - meistaraheppni? ÍBV-FH 2-3 0-1 Tryggvi Guðmundsson (11.) 1-1 Tonny Mawejje (16.) 1-2 Atli Guðnason (80.) 2-2 Ajay Smith (87.) 2-3 Alexander Söderlund (118.) Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: 630 Dómari: Örvar Sær Gíslason. Skot (á mark): 21-19 (10-8) Varin skot: Elías 5 - Daði 7 Horn: 7-12 Aukaspyrnur fengnar: 19-25 Rangstöður: 3-5ÍBV (4-5-1): Elías Fannar Stefnisson Christopher Clements Matt Garner Þórarinn Ingi Valdimarsson (70. Bjarni Rúnar Einarsson) Yngvi Borgþórsson Pétur Runólfsson Andrew Mwesigwa (52. Atli Guðjónsson) Tonny Mawejje Arnór Eyvar Ólafsson (84. Viðar Örn Kjartanson) Eiður Sigurbjörnsson Ajay Leitch SmithFH (4-3-3): Daði Lárusson Tommy Nielsen Freyr Bjarnason Ásgeir Gunnar Ásgeirsson Pétur Viðarsson Davíð Þór Viðarsson Tryggvi Guðmundsson Matthías Vilhjálmsson Atli Guðnason Guðmundur Sævarsson (56. Björn Daníel Sverrisson) (90.Hákon Hallfreðsson) Atli Viðar Björnsson (56. Alexander Söderlund) Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ajay Smith: Svöruðum gagnrýninni Hinn bráðefnilegi Ajay Smith átti frábæran leik í liði ÍBV í dag en var vonsvikinn í leikslok. ÍBV tapaði fyrir FH, 3-2, í framlengdum leik í bikarnum í dag. 5. júlí 2009 20:20 Davíð Þór: Lélegur leikur hjá okkur “Þetta var lélegur leikur hjá okkur í dag en á móti kemur að Eyjamenn spiluðu mjög vel í dag og voru alls ekkert lakari aðilinn í leiknum,” sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH-inga eftir leikinn við ÍBV í dag. FH vann, 3-2, í framlengdum leik í bikarkeppninni. 5. júlí 2009 20:45 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Eyjamenn tóku á móti FH í rokinu í Eyjum í dag. FH-ingar fóru með sigur af hólmi en naumt var það. Eyjamenn börðust til síðasta blóðdropa og hefðu með heppni hæglega getað unnið leikinn. Leikurinn byrjaði fjörlega og FH komst yfir eftir tíu mínútna leik. Atli Guðnason tók hornspyrnu sem fór í Tryggva Guðmundsson og í netið. Ljótt mark en þau gilda víst öll. Eyjamenn girtu sig í brók og jöfnuðu á 16. mínútu eftir laglega sókn. Arnór Eyvar Ólafsson vann boltann á miðjunni, lék honum út á kant á Ajay Smith sem renndi boltanum á Þórarinn Valdimarsson en hann sendi boltann fyrir beint á kollinn á Tonny Mawejje sem skallaði í netið. Leikurinn var afar skemmtilegur og hraður og bæði lið áttu góð færi en það var ekki fyrr en á 80. mínútu sem FH komst yfir. Atli Guðnason fékk boltann í teig Eyjamanna eftir þunga sókn og átti ekki í neinum vandræðum með að skora framhjá markverði Eyjamanna. Aftur neituðu leikmenn ÍBV að gefast upp og jöfnuðu á 87. mínútu en þar var að verki Ajay Smith. Matt Garner tók aukaspyrnu utan af kanti, spyrnan fór inn á teig þar sem mikil barátta var en boltinn endaði fyrir hægri löppinni á Ajay sem smellti tuðrunni í netið. Óverjandi fyrir Daða. Leikinn þurfti því að framlengja en í henni voru Eyjamenn mun hættulegri og sköpuðu sér fleiri færi en hetja FH í dag var Norðmaðurinn Alexander Söderlund. Söderlund hafði komið inn á sem varamaður áður og ekki komist í neitt samband við leikinn og var áberandi slakasti leikmaðurinn á vellinum. Sigurmarkið kom á 118. mínútu, eftir skyndisókn FH-inga rann boltinn fyrir Söderlund sem á einhvern óskiljanlegan hátt kom boltanum í netið. Leiktíminn rann út og FH vann afar óverðskuldaðan sigur á baráttuglöðu liði ÍBV - meistaraheppni? ÍBV-FH 2-3 0-1 Tryggvi Guðmundsson (11.) 1-1 Tonny Mawejje (16.) 1-2 Atli Guðnason (80.) 2-2 Ajay Smith (87.) 2-3 Alexander Söderlund (118.) Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: 630 Dómari: Örvar Sær Gíslason. Skot (á mark): 21-19 (10-8) Varin skot: Elías 5 - Daði 7 Horn: 7-12 Aukaspyrnur fengnar: 19-25 Rangstöður: 3-5ÍBV (4-5-1): Elías Fannar Stefnisson Christopher Clements Matt Garner Þórarinn Ingi Valdimarsson (70. Bjarni Rúnar Einarsson) Yngvi Borgþórsson Pétur Runólfsson Andrew Mwesigwa (52. Atli Guðjónsson) Tonny Mawejje Arnór Eyvar Ólafsson (84. Viðar Örn Kjartanson) Eiður Sigurbjörnsson Ajay Leitch SmithFH (4-3-3): Daði Lárusson Tommy Nielsen Freyr Bjarnason Ásgeir Gunnar Ásgeirsson Pétur Viðarsson Davíð Þór Viðarsson Tryggvi Guðmundsson Matthías Vilhjálmsson Atli Guðnason Guðmundur Sævarsson (56. Björn Daníel Sverrisson) (90.Hákon Hallfreðsson) Atli Viðar Björnsson (56. Alexander Söderlund)
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ajay Smith: Svöruðum gagnrýninni Hinn bráðefnilegi Ajay Smith átti frábæran leik í liði ÍBV í dag en var vonsvikinn í leikslok. ÍBV tapaði fyrir FH, 3-2, í framlengdum leik í bikarnum í dag. 5. júlí 2009 20:20 Davíð Þór: Lélegur leikur hjá okkur “Þetta var lélegur leikur hjá okkur í dag en á móti kemur að Eyjamenn spiluðu mjög vel í dag og voru alls ekkert lakari aðilinn í leiknum,” sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH-inga eftir leikinn við ÍBV í dag. FH vann, 3-2, í framlengdum leik í bikarkeppninni. 5. júlí 2009 20:45 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Ajay Smith: Svöruðum gagnrýninni Hinn bráðefnilegi Ajay Smith átti frábæran leik í liði ÍBV í dag en var vonsvikinn í leikslok. ÍBV tapaði fyrir FH, 3-2, í framlengdum leik í bikarnum í dag. 5. júlí 2009 20:20
Davíð Þór: Lélegur leikur hjá okkur “Þetta var lélegur leikur hjá okkur í dag en á móti kemur að Eyjamenn spiluðu mjög vel í dag og voru alls ekkert lakari aðilinn í leiknum,” sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH-inga eftir leikinn við ÍBV í dag. FH vann, 3-2, í framlengdum leik í bikarkeppninni. 5. júlí 2009 20:45