Erlent

Fjöldi slasaður eftir hrun vinnupalls í Belfast

Frá Belfast
Frá Belfast MYND/AFP

Fjöldi manns hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að vinnupallur hrundi í miðborg Belfast á Írlandi. Að minnsta kosti fimm slösuðust og óttast er að iðnaðarmenn séu fastir í rústum byggingarinnar, en talið er að hluti hennar hafi hrunið. Samkvæmt heimildarmanni BBC er fjöldi manns slasaður.

Talið er að allt að 60 iðnaðarmenn hafi verið við vinnu í byggingunni þegar slysið varð. Sumir þeirra voru dregnir út úr rústunum og féllu múrsteinar og plankar úr byggingunni á meðan. Lögregla vinnur að því að rannsaka atvikið en ekki er ljóst hvort slæmt veður sem nú gengur yfir Bretland og Írland hafði áhrif á slysið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×