Erlent

Oxford bannar jól

Vetrarljósahátíðarsveinn?
Vetrarljósahátíðarsveinn? MYND/Getty
Bæjaryfirvöld í Oxford í Bretlandi hafa ákveðið að nota ekki orðið „jól" yfir hátíðarhöld á sínum vegum í desember. Í staðinn munu hátíðarhöldin sem sumir kalla jól ganga undir nafninu „Vetrarljósahátíð".

Þetta er gert að frumkvæði menningarskrifstofu borgarinnar, sem sér um hátíðarhöldin. Skrifstofan telur að með því að kalla hátíðarhöldin „jól" sé verið að mismuna trúarhópum. Trúarleiðtogar í Oxford gætu ekki verið meira óssammála.

Sabir Hussain Mira, formaður Múslimaráðs Oxford sagðist í samtali við Dailyl Telegraph vera afar ósáttur við þessa hugmynd. „Kristnir, múslimar og aðrir trúarhópar hlakka allir til jóla" Presturinn Brian Van-Dungey fagnaði því að múslimskur starfsbróðir hans fordæmdi þessa „heimskulegu og hættulegu hugmynd." Hann bætti við að svona hugsanaháttur væri til þess eins fallinn að skapa togstreitu milli þjóðfélagshópa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×