Erlent

Komst ekki í eigið megrunarpartý

Félögum Manuel Uribe tókst ekki að koma honum í veisluna áður en blóðþrýstingurinn féll.
Félögum Manuel Uribe tókst ekki að koma honum í veisluna áður en blóðþrýstingurinn féll. MYND/AFP

Mexíkanskur maður sem eitt sinn vóg hálft tonn missti af eigin megrunarpartýi eftir vegaóhapp. Manuel Uribe var talinn þyngsti maður heims og mældist ein 560 kíló. Í fimm ár var hann ófær um að komast úr rúminu sínu, en tókst að missa 200 kíló á tveimur árum í próteinríkum megrunarkúr. Hann er nú 360 kíló.

Til að fagna áfanganum var fenginn lyftari til að koma Uribe, sem er fyrrverandi bifvélavirki, og járnrúminu hans á vörubíl svo hann gæti komist í garðpartýið. Hann var kominn hálfa leið þegar einn stoðin sem hélt sólhlíf yfir rúmi hans rakst í vegbrú í úthverfi Monterrey.

Blóðþrýstingur Uribe fell það mikið að læknar ráðlögðu honum að fara ekki, og fagnaðinum var aflýst.

„Við ætluðum að fagna því að ég hef lést í tvö ár og kærastan mín á afmæli," sagði Uribe fréttamönnum.

Á síðasta ári komst Uribe út úr húsi í fyrsta skipti í fimm ár. Sex manns ýttu járnrúmi hans sem er á hjólum út á götu þar sem fjöldi manns fagnaði honum með tónlist frá mexíkanskri farandsöngsveit.

Sem unglingur var Uribe meira en 115 kíló og hélt áfram að þyngjast.

Frá árinu 2002 hefur Uribe verið rúmfastur og þarf hjálp móður sinnar og vina við að borða og þrífa sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×