Erlent

Evrópuþingið styður Breta vegna flóða

MYND/AP

Evrópuþingið samþykkti á fundi sínum í dag að styrkja breska stjórnvöld um 162 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 17 milljarða króna, vegna flóða sem riðu yfir England síðastliðið sumar.

Þá varð mikið úrhelli í langan tíma í landinu og er talið að tjónið í flóðunum hafi numið nærri 500 milljörðum króna. Bretar sóttu sjálfir um stuðning úr samstöðusjóði Evrópusambandsins en honum var komið á fót fyrir sex árum. Um er að ræða næstmesta fjárstuðning sem sjóðurinn hefur veitt til þessa og verða peningarnir nýttir til að greiða fyrir neyðarráðstafanir sem gripið var til í kjölfar flóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×