Erlent

Þjóðarmorð gegn Króatíu-Serbum fyrir dóm

Ante Gotovina leiddur fyrir stríðsglæpadómstólinn.
Ante Gotovina leiddur fyrir stríðsglæpadómstólinn. MYND/AFP

Mál gegn þremur fyrrverandi hershöfðingjum í Króatíu er hafið fyrir stríðsglæpadómsstóli Sameinuðu þjóðanna. Mennirnir eru sakaðir um þjóðarmorð og ofsóknir gegn Króatíuserbum á tíunda áratugnum.

Ante Gotovina, Ivan Cermak og Mladen Markac neita ákærum um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni, ofsóknum, morðum og að hafa látið gripdeildir ganga. Handtaka Gotvina á Kanaríeyjum árið 2005 leiddi til mótmæla í Króatíu þar sem margir líta á hann sem hetju.

Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í meira en eitt ár. Mennirnir þrír eru taldir hafa leikið lykilhlutverk í Operation Storm, þriggja mánaða hernaðarverkefni í Krajina héraði í austurhluta Króatíu árið 1995.

Ákæran sem er frá árinu 2001 segir að mennirnir hafi áformað þjóðarmorð á Serbum.

„Þessi réttarhöld eru tilkomin vegna áforma um útrýmingu Krajina-Serba frá Króatíu og eyðileggingu á samfélögum þeirra í ágúst 1995, og hlutverkum og skyldum hershöfðingjanna í því ferli," sagði Alan Tieger fyrir ákæruvaldið við upphaf réttarhaldanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×