Erlent

Keníski herinn skýtur að byssumönnum

Ungur maður í Elgon fjallahéraði sýnir meiðsl sín. Átök hafa verið í héraðinu í rúmt ár eftir að landi var skipt á ósanngjarnan hátt milli ætta.
Ungur maður í Elgon fjallahéraði sýnir meiðsl sín. Átök hafa verið í héraðinu í rúmt ár eftir að landi var skipt á ósanngjarnan hátt milli ætta. MYND/AFP

Þyrlur keníska hersins skutu að Elgon fjallahéraði í dag til að fæla burt byssumenn sem sakaðir eru um að drepa að minnsta kosti 12 manns í deilu um landssvæði. Fréttamaður Reuters sem heimsótti héraðið sagði að herþyrlur hefðu látið til skarar skríða í fjalllendi eftir ódæðið í síðustu viku þar sem fólk var skotið, skorið eða brennt til bana.

Í síðustu viku náðu Mwai Kibaki forseti Kenía og Raila Odinga stjórnarandstöðuleiðtogi tímamótasamkomulagi um að deila með sér völdum í landinu. Samkomulaginu er ætlað að enda ofbeldisölduna sem gengið hefur yfir landið frá úrslitum forsetakosninganna í lok desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×