Erlent

Margaret Thatcher lögð inn á spítala

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, var lögð inn á sjúkrahús í Lundúnum í gær. Að sögn lækna er líðan Thatcher stöðug.

Hún mun gangast undir rannsóknir og liggja á sjúkrahúsinu að minnsta kosti fram til sunnudags. Thatcher, sem er áttatíu og tveggja ára, var forsætisráðherra á árunum 1979 til 1990.

Thatcher var umdeild á valdatíma sínum og þótti oft ósveigjanleg. Fyrir vikið var hún nefnd járnfrúin. Nú ber hún barónessutitil og á sæti í lávarðadeild breska þingsins. Árið 2002 fékk hún nokkur væg heilablóðföll og var ráðlægt af læknum að hætta því að koma opinberlega fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×