Erlent

Filippus og Bretadrottning ekki yfirheyrð í Díönumáli

Hvorki Elísabet Bretadrottning né Filippus drottningarmaður verða kölluð til að bera vitni í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu.

Þetta segir dómarinn í málinu, Baker lávarður. Fulltrúi Mohammeds Al Fayed, föður Dodis Al Faydes, hafði farið fram á að yfirheyra þau. Al Fayed eldri telur að Filippus og breska leyniþjónustan MI6 hafi ráðið Díönu og ástmann hennar, Dodi Al Fayed, af dögum. Þau létust í bílslysi í París í lok ágústmánaðar árið 1997.

 

Mohammed al Fayed mun hafa verið mjög vonsvikinn með þess ákvörðun Bakers lávarðar og íhugar nú að leita til dómstóla með ákvörðun hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×