Erlent

Írakar heimsækja Tyrki eftir hernaðaraðgerðir

Jalal Talabani forseti Íraks við forsetahöllina í Bagdad.
Jalal Talabani forseti Íraks við forsetahöllina í Bagdad. MYND/AFP

Jalal Talabani forseti Íraks hóf sína fyrstu opinberu heimsókn til Tyrklands í dag, einni viku eftir að Tyrkir enduðu umdeilda hernaðaraðgerð gegn Kúrdískum uppreisnarmönnum í norðurhluta Írak.

Talabani er í tveggja daga heimsókn í Tyrklandi til að efla stjórnmálatengsl og orku- og öryggistengsl við landið sem er meðlimur Nató. Tengsl ríkjanna hafa skaðast nokkuð á síðustu árum vegna uppreisnarmanna verkamannaflokks Kúrda PKK í norðurhluta Írak og ótta yfirvalda í Ankara við að þeir stefni að því að stofna eigið ríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×