Erlent

Abkasía krefst sjálfstæðis frá Georgíu

Kona bendir á byggingar sem skemmdust í stríðinu á tíunda áratugnum í Sukhumi höfuðborg héraðsins.
Kona bendir á byggingar sem skemmdust í stríðinu á tíunda áratugnum í Sukhumi höfuðborg héraðsins. MYND/AFP

Abkasíu-hérað í Georgíu hefur farið fram á að Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðastofnanir viðurkenni sjálfstæði þess. Beiðni þess efnis var sett fram í dag, degi eftir að Rússland sagðist ætla að aflétta viðskiptaþvingunum á svæðinu. Georgía hefur fordæmt ákvörðun Rússa og sakað þá um að hvetja til aðskilnaðar.

Tugir þúsund Georgíumanna voru hraktir frá heimilum sínum í Abkasíu á dögum stríðsins á tíunda áratugnum.

Á miðvikudag gerði Suður-Ossetía sem einnig tilheyrir Georgíu kröfu um sjálfstæði frá landinu.

Utanríkisráðuneyti Georgíu sakar Rússa um að reyna að brjóta á fullveldi Georgíu eftir að Rússar tilkynnti um afnám viðskiptabannsins sem sett var á 1996.

Í síðasta mánuði ýjuðu rússnesk yfirvöld að því að þau myndu hugsanlega styðja kröfu Suður-Ossetíu og Abkasíu um aðskilnað frá Georgíu ef Vesturveldin lýstu yfir stuðningi við Kosovo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×