Erlent

Fengu fót í netið

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Danskir fiskimenn sem voru við veiðar við Stórabelti í gær fengu fót í netið sitt. Fóturinn er af karlmannni en á hann var klæddur skór af gerðinni Ecco í stærðinni 42.

Fréttir af þessu máli voru sagðar í dönskum fjölmiðlum í dag.

Þar kom fram að fiskimennirnir sigldu rakleiðis til hafnar í Korsör og höfðu samband við lögreglu. Þar á bæ klóra menn sér hins vegar í hausnum og hafa ekki hugmynd af hverjum fóturinn getur verið.

Að sögn lögreglu hefur fóturinn verið í sjónum í nokkurn tíma. Lögreglan mun nú reyna að finna úr hvort fótur þessi tilheyri líki sem sé saknað eða hafi þegar fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×