Erlent

Suður-Ossetía vill sjálfstæði eins og Kosovo

Sergei Lavrov hitti nýlega forystumenn Suður-Ossetíu og Abkasíu.
Sergei Lavrov hitti nýlega forystumenn Suður-Ossetíu og Abkasíu. MYND/AP

Suður-Ossetía, sem nú tilheyrir Georgíu, gerir nú kröfu um sjálfstæði í kjölfar þess að Kosovo-Albanar lýstu yfir sjálfstæði og nutu stuðnings stórs hluta vestrænna ríkja.

Eftir því sem fréttastofan Interfax greinir frá vonast yfirvöld í Suður-Ossetíu eftir því að Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Rússland taki málaleitan þeirra vel. Suður-Ossetía er í norðurhluta Georgíu og á landamæri að Rússlandi.

Í síðasta mánuði ýjuðu rússnesk yfirvöld að því að þau myndu hugsanlega styðja kröfu Suður-Ossetíu og Abkasíu um aðskilnað frá Georgíu ef Vesturveldin lýstu yfir stuðningi við Kosovo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×