Erlent

Anders Fogh á leið til Evrópusambandsins

Anders Fogh Rasmussen mun að öllum líkindum láta af störfum sem forsætisráðherra Danmerkur í lok ársins og taka við embætti forseta Evrópusambandsins.

Ekstra Bladet fjallar um þetta í dag og segir að Lars Lökke Rasmussen verði nýr forsætisráðherra landsins. Öfl innan Evrópusambandsins hafa unnið að því að fá Andes Fogh til að gefa kost á sér í stöðu forseta sambandsins og samkvæmt heimildum Ekstra Bladet er búið að afgreiða málið í bæði forsætis- og fjármálaráðuneytinu.

Helsti keppninautur Anders Fogh um stöðuna mun vera Tony Blair fyrrum forsætisráðherra Bretlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×