Erlent

Rýmdu hús á Amager vegna eldsvoða

Rýma þurfti hús í Amager-hverfinu í Kaupmannahöfn í nótt vegna eldsvoða í fjölda bíla á svæðinu.

Um 17 íbúar í fjölbýlishúsi við Telemarksgade þurftu að flýja heimili sín. Það kviknaði fyrst í einum bil fyrir utan húsið en síðan barst eldurinn í annan bíl og svo koll af kolli. Eftir því sem eldurinn ágerðist byrjuðu rúður í húsinu að springa og því var ákveðið að rýma það.

Slökkvistarfinu lauk nú undir morgunn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×