Erlent

Átta látnir í mótmælum í Armeníu

Mótmælendur horfa á bíl í ljósum logum í Jerevan höfuðborg Armeníu.
Mótmælendur horfa á bíl í ljósum logum í Jerevan höfuðborg Armeníu. MYND/AFP
Átta mótmælendur létust í átökum við lögreglu í Jerevan höfuðborg Armeníu í gær vegna úrslita forsetakosninganna, en mótmælendur segja brögð hafa verið í tafli. Ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi í gær og herinn og lögregla halda uppi eftirliti í borginni með brynvörðum bílum.

Mótmælin hafa staðið yfir í 11 daga, frá úrslitum forsetakosninganna 19. febrúar sem leiddu í ljós sigur forsætisráðherrans Serzh Sarkisian.

Myndir hafa verið birtar í sjónvarpi af brenndum bílum og brotnum búðargluggum í borginni.

Robert Kocharian fráfarandi forseti lýsti yfir neyðarlögum seint í gær eftir að lögregla beitti táragasi og skaut viðvörunarskotum í loft upp til að leysa upp hóp mótmælenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×