Erlent

Breska lögreglan varar fjölmiðla við

Lögregla stendur vörð við upptökuheimilið.
Lögregla stendur vörð við upptökuheimilið. MYND/AFP

Lögregla sem rannsakar ásakanir um misnotkun á upptökuheimili í Jersey hefur varað fjölmiðla alvarlega við því hvernig fjallað er um málið svo rannsóknarhagsmunir skaðist ekki. Viðvörunin kemur í kjölfar viðtals sem Sky fréttastofan átti við fyrrverandi vistmann heimilisins sem ólst þar upp.

Maðurinn var nefndur Steve í viðtalinu. Hann sagðist hafa verið varaður við því að greina frá misnotkuninni sem hann varð fyrir og varð vitni að á heimilinu. Seve sagði að fyrrverandi starfsmaður hefði lýst áhyggjum sínum af rannsókninni. Ef lögregla hefði samband við hann að nýju væri það í hans þágu ef hann gæfi þeim ekki frekari upplýsingar og færi huldu höfði.

Lögreglan segist hafa fært sönnur á ásakanirnar og hefur nú varað aðra fjölmiðla við því að reyna að nálgast fórnarlömb eða vitni.

Hauskúpa barns og bein fundust í kjallara hússins þar sem nú er leitað í rýmum sem lokuð eru jarðhæð hússins. Lögregla hefur staðfest að um gæti verið að ræða fjögur hegningarrými í kjallara hússins þar sem 160 manns segjast hafa verið beitt misnotkun.

Lögreglan hefur rannsakað herbergi þar sem fyrrum íbúar segjast hafa verið í einangrun, þeim hafi verið nauðgað þar og lamdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×