Erlent

Tveir látnir í óveðri í Þýskalandi

Tré rifnaði upp með rótum og féll á legsteina í kirkjugarði í þýska bænum Hasselben.
Tré rifnaði upp með rótum og féll á legsteina í kirkjugarði í þýska bænum Hasselben. MYND/AFP

Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir óveður sem gengið hefur yfir meginland Evrópu í dag. Stormurinn gengur undir heitinu Emma og nálgast fellibyljastyrk 3 samkvæmt heimildum CNN. Hellirigning hefur fylgt veðrinu og tré sem rifna upp með rótum hafa valdið miklum töfum á umferð og lestarsamgöngum.

Maður lést nálægt þýska bænum Wissen snemma í dag þegar tré féll á bíl sem hann ferðaðist í samkvæmt heimildum lögreglu. Maðurinn var í bílnum ásamt þremur öðrum á leið heim úr vinnu þegar tré á veginum hefti för þeirra. Þar sem bíllinn var að snúa við féll annað tré á hann. Enginn hinna slasaðist.

Þá lést maður í Oberpfaffenhofen í Bæjaralandi þegar vindhviða þeytti bíl á vitlausan vegarhelming með þeim afleiðingum að hann keyrði á 72 ára gamlan mann sem ók mótorhjóli.

Í öðru tilvelli í Bæjaralandi fauk rúta af vegi og valt ofan í skurð. Fimm slösuðust og einn var lagður inn á sjúkrahús.

Tré hafa rifnað upp með rótum um allt og valdið miklum eignaspjöllum auk þess að orsaka gífurlegar tafir á lestarsamgöngum um allt Þýskaland. Margar lestarleiðir eru nú lokaðar af þessum sökum.

Þá hefur flugumferð víða orðið fyrir töfum vegna veðursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×