Erlent

Fíkniefnakstur stóreykst á þjóðveginum

MYND/Róbert

Yfirlögregluþjónn í Borgarnesi segir fíkniefnaakstur á þjóðveginum hafa stóraukist undanfarið ár. Í fyrra voru 90 ökumenn teknir fyrir að keyra undir áhrifum fíkniefna en 68 fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi.

Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn í borgarnesi kann ekki skýringar á því af hverju fleiri hafa verið teknir fyrir fíkniefnaakstur en ölvunarakstur. Hann segir lögregluumdæmið víðfemt og margir keyri þar um daglega.

Árið 2006 voru 59 teknir fyrir ölvunarakstur en fimm fyrir fíkniefnaakstur. 47 fíkniefnamál komu inn á borð lögreglu það árið. Í fyrra var annað upp á teningnum því 68 voru teknir fyrir ölvunarakstur en 90 fyrir fíkninefnaakstur. 57 fíkniefnamál komu hins vegar inn á borð lögreglu í fyrra.

Það sem af er ári hafa 10 verið teknir fyrir ölvunarakstur, 17 fyrir fíkniefnaakstur og lögreglan hefur haft 9 fíkniefnamál til rannsóknar á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×