Erlent

Harry Bretaprins kallaður heim frá Afganistan

Harry Bretaprins verður kallaður heim frá Afganistan þar sem hann hefur sinnt herskyldu síðan í desember. Sú ákvörðun var tekin eftir að erlendir miðlar greindu frá því að hann væri þar að störfum.

Breska konungsfjölskyldan hafði komist að samkomulagi við þarlenda fjölmiðla um að greina ekki frá herstörfum Harrys í Afganistan, en hann hefur verið í hinum róstursama Helmand-héraði síðustu tíu vikur.

Til stóð að prinsinn yrði í Afganistan fram í apríl en yfirmenn breska hersins sögðu í morgun að í ljósi þess að erlendir fjölmiðlar hefður greint frá því að prinsinn væri þar væri bæði lífi hans og samstarfsmanna hans stefnt í verulega hættu.

Reiknað er með að Harry komi heim á næstu sólarhringum. Harry þykir hafa staðið sig vel í Afganistan og er ekki loku fyrir það skotið að hann verði aftur sendur á vígvöllinn annars staðar í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×