Erlent

Kína íhugar að breyta stefnunni um eitt barn á hjón

Kínversk stjórnvöld hafa nú vaxandi áhyggjur af hækkandi meðalaldri þjóðarinnar. Af þeim sökum eru þau að íhuga að falla frá stefnu sinni um að hjón megi aðeins eignast eitt barn

Þetta fjölmennasta ríki heims hefur framfylgt stefnu sinni um eitt barn á hver hjón af hörku síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Ástæðan er meðal annars hörgull á landrými, vatni og orku fyrir íbúafjöldann.

Stefnan hefur leitt til þess að hver kona í Kína á að meðaltali um 1,8 börn á lífsleið sinni en þetta hlutfall var 5,8 börn árið 1970. Stefna stjórnvalda hefur komið í veg fyrir nokkur hundruð milljóna fæðinga á þessum tíma. Nú er hinsvegar svo komið að þjóðin endurnýjast ekki með eðlilegum hætti.

Stór hluti vandamálsins er að kínversk hjón vilja mun fremur eignast son en dóttur þar sem syninum ber að sjá um hjónin í ellinni en dóttirin giftist burt. Stúlkubörnum hefur því verið eytt í miklum mæli annaðvort með fóstureyðingu eða að þau eru borin út eftir fæðingu. Er nú svo komið að verulega skekkja er á hlutföllum kynjana í Kína.

Með aukinni velmegun í Kína sjá stjórnvöld nú tækifæri til að breyta stefnu sinni í barnseignarmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×