Erlent

Völdu rangan bar til að ræna

Tveir vopnaðir ræningjar völdu heldur betur rangan bar til að ræna í Sidney í Ástralíu í vikunni. Þeir réðust inn á barinn vopnaðir sveðjum og skipuðu öllum að leggjast á gólfið.

Um leið sáu þeir að á barnum sátu 50 meðlimir mótorhjólagengisins Cross Cruiser Club að drykkju. Annar ræningjanna var barinn það illa að hann þurfti á sjúkrahús. Hinn var svo heppinn að sleppa út um dyrnar og beint í fangið á lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×