Erlent

Einn lést og 13 slösuðust í gassprengingu í Lyon

Slökkvilið að störfum í miðborg Lyon.
Slökkvilið að störfum í miðborg Lyon. MYND/AFP

Slökkviliðsmaður lést og að minnsta kosti 13 manns slösuðust þegar gassprenging varð í borginni Lyon í suðurhluta Frakklands í dag. Tvö fórnarlambanna eru alvarlega slösuð samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar.

Sprengingin varð um miðjan dag við Cours Lafayette verslunargötuna á meðan verið var að vinna að viðgerðum á götunni. Eldur kviknaði í nokkrum nálægum byggingum eftir sprenginguna. Fjöldi slökkviliðsmanna var sendur á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×