Erlent

Grunaðir um að skipuleggja leigumorð í Danmörku

Danska lögreglan. Úr myndasafni.
Danska lögreglan. Úr myndasafni. MYND/AP

Tveir menn hafa verið handteknir í Kaupmannahöfn grunaðir um að leggja á ráðin um fjölda leigumorða í borginni.

Fram kemur á vef Jótlandspóstsins að mönnunum hafi þó ekki tekist að láta til skarar skríða þar sem upp komst um áform þeirra í tæka tíð. Ritzau-fréttaveitan segir að málið tengist uppgjöri hjá glæpagengjum Kaupmannahafnar og að lögregla hafi komist á snoðir um áform mannanna eftir átök gengja á Norðurbrú.

Lögreglan vill lítið tjá sig um málið en mennirnir verða leiddir fyrir dómara í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×