Erlent

Tvær milljónir manna rafmagnslausar á Flórída

Rafmagn sló út á heimilum tveggja milljóna manna í Flórída í gærkvöldi eftir að eldur kom upp í kjarnorkuveri svo loka þurfti því.

Auk þess varð fjöldi fólks innlyksa í lyftum og miklir umferðarhnútar mynduðust þar sem götuljós virkuðu ekki. Um tvo tíma tók að slökkva eldinn og koma rafmagninu á að nýju.

Rafmagnsleysið náði frá Key West og norður að Daytona-ströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×